Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 145
Áhrif frostpunkts mjólkurinnar
Frostpunktur sýndi samhengi við FFA magn en ekki var unnt að greina þau áhrif frá
árstímasveiflu því skýr munur var á frostpunkti sumar og vetur. Líklegast er að þarna sé
um undirliggjandi árstíðasveiflu að ræða að ræða sem stýrir bæði frostpunkti og magni
FFA.
Munur á sumri og vetri hjá einstökum bæjum
Kannað var sérstaklega hvort einhver regla væri í því hversu miklu munaði í sumar og
vetrarmælingum hjá einstökum bæjum. Munurinn fór ekki eftir mjaltatækni svo ekki er
líklegt að þar séu víxlhrif. Þó er ekki hægt að útiloka að marktæk víxlhrif kæmu fram í
stærra gagnasafni.
Aðrir þættir
Ekki fannst samhengi við aðra þætti s.s. frumutölu, fitu, prótein, mjólkursykur eða þvagefni.
Eins var athugað hvort samhengi væri milli þess sem gefið var upp í skráningum sem “of stór
tankur” og FFA. Svo reyndist ekki vera.
Næstu skref
Eftir að verkefni fór af stað hófust mælingar á FFA hjá Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins.
Áffam er unnið að samantekt gagna úr þeim mælingum ásamt heimildavinnu. Þá er nú unnið
að bragðprófunum á mjólk með hliðsjón af magni frjálsra fitusýra. Lokaskýrsla verður gefin
út á árinu 2006.
Heimildir:
Slaghuis, B., de Jong, O., Bos, K., Verstappen-Boerekamp, J. og Ferwerda-van Zonneveld, R., 2004. Milk
quality on farms with an automatic milking system. Free fatty acids and automatic milking systems. EU-rapport
nr.: QLK5 -2000-31006.
Svennersten-Sjaunja, K., Persson, S., og Wiktorsson, H., 2002. The effect of milking interval on milk yield, milk
composition and raw milk quality. The First North-American Conference on Robotic Milking - March 20-22,
2002: V-43-V-48.
Billon, P. og Toumaire, F., 2002. Impact of automatic milking systems on milk quality and farm management:
the French experience. The First North-American Conference on Robotic Milking - March 20-22,2002: V-59-
V-63.
143