Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 148
framleitt osta, og/eða aðrar afurðir úr sauðamjólk heima á bæ. Hann muni
síðan sjá um allan framleiðsluferilinn, mjöltum, geymslu, úrvinnslu og sölu.
Trúlega eru þó einhver ár í að það sé ffamkvæmanlegt.
• Því þarf að tryggja samvinnu við mjólkurbú til að vinna úr sauðamjólkinni,
allavega hin fyrstu ár!
Huga þarf að þróun fjölbreyttra vörutegunda úr sauða- og geitamjólk og
markaðssetningu þeirra. Mjólkurbúin eru þar í lykilstöðu, en matvælarannsóknir
hljóta einnig að koma þar til. Markaðssetning þarf að taka mið af því að verið er að
framleiða sérstakar vörur.
Hvað er framundan.
Á undangengnum árum hefur verið reynt að koma af stað mjöltun áa og samhliða því
hefur farið fram upplýsingaöflun til að auka þekkingu okkar um mjöltun áa og afurðir
þeirra hér á landi. Ljóst er að koma þarf þessari framleiðslu á hærra tæknistig.
Erlendis, þar sem sauðamjaltir eru stundaðar, er aðstaða til mjalta mun betri en notast
hefur verið við hér á landi. Fullkomnasta tæknin er e. t. v. svo kölluð hringekja þar
sem hægt er að mjólka allt að 300 ær á klukkustund. Varla er von á að slík tækni
verði innleidd hér fyrst um sinn, en ljóst er að við þurfum betri útbúnað en nú er
notaður.
Nýta þarf fyrirliggjandi þekkingu og móta í samræmi við hana markvisst starf um
nýtingu sauðamjólkur. Það er ljóst að í þessari aukabúgrein felast sóknarfæri fyrir
bændur sem getur þýtt mikilvæga tekjuaukningu fyrir búið.
Nú í byrjun árs 2006 verður gerð áætlun fyrir starfsárið 2006. Leitað verður samstarfs
við BI, landsamtök sauðíjárbænda og framkvæmdanefnd búvörusamninga.
Þakkir:
Ýmsir aðilar hafa komið að þessu verkefni með vinnu og styrki. Við þökkum Átaki til
atvinnusköpunar fyrir styrk 2004 og Framkvæmdanefnd búvörusamninga styrk árið
2005.
Frumkvæðið að verkefninu átti Ásbjöm Jónsson, Matvælarannsóknum á Keldnaholti.
Eiríkur Blöndal framkvæmdastóri Búnaðarsamtaka Vesturlands hefúr séð um
ffamkvæmd verkefnisins, ásamt Hallfríði Osk Olafsdóttur, ráðunaut Búnaðarsamtaka
Vesturlands. Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkurbússtjóri hefur, ásamt sérfræðingum
samlagsins séð um ostagerð, kynningu og markaðssetningu en Osta og smjörsalan
kom einnig myndarlega að því starfi. Þá kom Búnaðarsamband Eyjafjarðar að
verkefninu sumarið 2005.
Síðast, en ekki síst, viljum við þakka Þóm Sif Kópsdóttur, fiskeldisfræðingi og bónda
á Ystu Görðum, fyrir dirfsku og dugnað að þora að fara að mjólka ær sínar og bjarga
þannig þessu verkefni sumarið 2004!
Heimildaskrá:
Ári Sigurðsson 1984. Rannsókn á ostagerð úr sauðamjólk
Sveinn Hallgrímsson, 1997. Tilraun með mjöltun áa og nýtingu sauðamjólkur til
Manneldis. Ráðunautafundur 1997: 287 - 295.
Sveinn Hallgrímsson, óbirt gögn.
146