Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Side 157
er mikil ef nægjanlegt N er til staðar) og getu (jónrýmd) jarðvegsins til að halda í kalíið.
Háir kalískammtar á tún trufla upptöku grasa á Ca og Mg, auka útskolun Ca og Mg úr
jarðvegi og geta haft neikvæð áhrif á fóðurgæði (Kayser & Isselstein 2005). Þrátt fyrir
stóra kalískammta í þessum tilraunum var kalístyrkur grasanna úr mykjureitum ekki yfir
þeim gæðamörkum sem sett eru vegna heilsu nautgripa (ekki sýnt hér). Kalímagn bundið
í bergefnum jarðvegs á Islandi er lítið. Engu að síður hefur nýleg rannsókn sýnt að
veðranlegt og skiptanlegt kalí í langtíma túnum geti numið 28 - 43 kg ha"1 árlega sem er
svipað og er víða í Norðurevrópskum jarðvegi (Thorsteinsson o.fl. 2005).
Tafla 4. Meðal mykju- og efnamagn sem dreift var í tilraun 2. Magnið er meðaltal tveggja
aksturshraða. Efnamagn samkvæmt efnagreiningum úr tveimur mykjusýnum sem tekin voru á
hverjum stað og tíma.
Dreiflngartími: Keldudalur (nautgripamykja) haust 2003 vor 2004 mt. Húsavík (kindamykja) haust 2003 vor 2004 mt.
Mykja, t ha'1 59 59 59 42 41 41
Mykju þurrefni, t ha'1 2,5 1,9 2,2 2,9 3,5 3,2
Heildar N, kg ha'1 146 128 137 155 155 155
NH4-N, kg ha'1 89 83 86 94 73 83
P, kg ha'1 23 19 21 34 37 35
K, kg ha'1 126 105 116 97 93 95
Ca, kg ha'1 30 24 27 32 39 35
Mg, kg ha'1 21 15 18 17 18 17
Na, kg ha'1 14 13 13 30 45 37
Uppskera viðmiðunarreita
Tún í góðri ræktun og sem hafa fengið fullan túnskammt um árabil geta oft gefið góða
uppskeru í einhvem tíma eftir að hætt er að bera á. I töflu 5 er yfirlit yfir uppskeru
viðmiðunarreita (engin mykja) í tilraununum. I tilraun 1 í Keldudal var að vísu borið á
allt túnið sem svarar 110 kg N í Græði 9 (24-9-8) vorið 2002 en tilraunin í Húsavík fékk
engan áburð á viðmiðunarreiti. I tilraun 2 fengu viðmiðunarreitir engan áburð á báðum
stöðum. Athyglisvert er að sjá hvað fæst mikil þurrefnis- og efnauppskera fyrsta árið í
tilraun 1 í Húsavík og tilraun 2 á báðum stöðum. Eftirverkunarár tilraunar 1 2003 sýnir þó
að þessi áhrif eru skammvinn því að þá hefur dregið verulega úr þurrefnis- og
efnauppskeru. Þá vekur athygli lítil kalíuppskera og lítill kalístyrkur í uppskerunni (ekki
sýnt hér) sem bendir til þess að lítið sé af skiptanlegu kalíi í jarðvegi og er hugsanlega
það efni sem dregið hefur úr þurrefnisuppskerunni frekar en köfnunarefnisskortur.
Tafla 5. Uppskera viðmiðunarreita (engin mykja) í tilraunum 1 og 2.
Þurrefni Uppskera næringarefha alls, kg ha"1
t ha' N P K Ca Mg S
Keldudalur
Tilraun 1, 2002 6,4 175 16 49 32 24 -
Tilraun 1, eftirverkun 2003 2,5 53 5 19 14 9 7
Tilraun 2, 2004 5,1 114 12 48 28 18 13
Húsavík
Tilraun 1, 2002 6,3 164 21 79 33 15 -
Tilraun 1, eftirverkun 2003 2,1 36 5 13 12 5 4
Tilraun 2, 2004 6,1 131 17 42 33 17 12
155