Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 159
Einarsdóttir 1996; Grétar Einarsson & Lárus Pétursson 2000) með niðurfellingu mykju
sýna yfirleitt mun meiri uppskeruauka af mykju en þessi tilraun gerir. Sömuleiðis var í
flestum tilfellum mikill uppskeruauki af því að fella mykjuna niður í samanburði við
yfirbreiðslu. Skýringin er að í fyrri tilraunum er uppskera viðmiðunarreita (þar sem það er
gefið upp) mun lægri en í þessari tilraun og þær standa yfir í lengri tíma. Einnig eru
niðurfellingaraðferðimar sem notaðar vom á 4., 5, og 9. áratug síðustu aldar (Ólafur
Jónsson 1937; Ólöf Björg Einarsdóttir 1996) ekki sambærilegar við DGI aðferðina.
Finnskar tilraunir með niðurfellingu (m.a. með DGI tækni) og yfirbreiðslu mykju á tún
gáfu hins vegar svipaðan uppskeruauka og hér fannst og sjaldan var marktækur munur á
dreifingaraðferðum (Mattilal o.fl. 2003b; Rodhe 2004).
Þegar kemur að því að skoða heimtur næringarefna í mykjureitum skiptast þær í
tvö hom; heimtur N, P og K annars vegar og heimtur Ca, Mg og Na hins vegar. í
Keldudal em bestu N, P og K heimtumar úr reitum sem fengu yfirbreidda mykju að vori.
Þar nokkuð á eftir koma reitir sem fengu niðurfellda mykju að hausti eða vori. Lang
lökustu heimtumar í Keldudal vom úr reitum sem fengu yfirbreidda mykju að hausti. í
Húsavík var tilhneigingin í sömu átt en ekki alveg eins. Þar vom bestu N, P og K
heimtumar úr reitum sem fengu mykju að vorinu óháð dreifingaraðferð. Heimtur úr
reitum sem fengu mykju að hausti vora mun lakari og óháðar dreifingaraðferð.
“Heimtur” Ca, Mg og Na í mykjureitum em allt aðrar en á N, P og K. í þessum
efnum em heimtur allt frá því að vera afar litlar eða það sem var algengara neikvæðar,
þ.e. uppskera Ca, Mg og Na var marktækt minni í mykjureitum en viðmiðunarreitum,
mest í Ca og Mg. í Keldudal er tapið mest í yfirbreiddum haustreitum en minna í öðmm
mykjureitum. í Húsavík er tapið minna en í Keldudal og ekki er áþreifanlegur munur á
milli tilraunaliða þótt hann geti verið talsverður. Þessar niðurstöður em athyglisverðar en
koma ekki á óvart því að erlendar rannsóknir hafa sýnt að háir kalískammtar úr
búfjáráburði tmfla upptöku grasa á Ca og Mg, og auka hættu á útskolun Ca og Mg
(Mattilal o.fl. 2003b; Kayser & ísselstein 2005).
Eftirverkanir vordreifðrar mykju
I töflum 7 og 8 er sýnt hvemig uppskemauki þurrefnis og sjáanlegar heimtur
næringarefna skiptast á milli slátta og hverjar eru eftirverkanir mykjunnar í uppskem á
öðru ári eftir dreifingu. Niðurstöðumar eru úr tilraun 1 og eingöngu vordreifingarliðir em
skoðaðir. I Keldudal er lítill uppskeruauki þurrefnis af mykjunni eða 400-800 kg þurrefni
samtals af ha úr þremur sláttum. I Húsavík er uppskeruaukinn um helmingi meiri en í
Keldudal og á báðum stöðum gefa reitir með yfirbreidda mykju meiri uppskemauka
heldur en reitir með niðurfelldri mykja. Hafa verður þó í huga að þessi uppskeruauki er
ekki mikill sem er, líkt og í tilraun 2 (tafla 6), vegna mikillar uppskem í
viðmiðunarreimm.
í Keldudal em heimtur N, P og K mestar í fyrsta slætti og eftirverkun af
mykjunni er lítil (tafla 7). Athygli vekur lélegar heimtur af N og K úr reitum með
niðurfelldri mykju og lélegar heimtur af P úr reitum sem fengu yfirbreidda mykju. í
Húsavík er mestu heimtumar á N, P og K í fyrsta og öðmm slætti en líkt og í Keldudal er
eftirverkun af mykjunni lítil eins og hún er mæld hér.
“Heimtur” Ca, Mg og Na í mykjureitum í tilraun 1 (tafla 8) em sama marki
brenndar og í tilraun 2 (tafla 6). Greinilegt er að mykjan hindrar upptöku á þessum
næringarefnum. Þessi neikvæðu áhrif em mest í fyrsta og öðmm slætti sumarið sem að
mykjunni var dreift en hafa minnkað eða em horfin árið eftir þegar eftirverkunin er mæld.
157