Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Side 166
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Áburðaráhrif mykju og árangur ísáningar með DGI
niðurfellingabúnaði
II. Árangur ísáningar
Hafdís Sturlaugsdóttir1 og Þóroddur Sveinsson2
Landbúnaðarháskóla íslands, Hvanneyri1, Tilrannastöðin Möðruvöllum2
Yfirlit
Tilraunir með niðurfellingu mykju var lögð út í Keldudal í Skagafirði og Húsavik á
Ströndum. Einn liður í þeim tilraunum var að kanna hvort ísáning á vallarfoxgrasi í
gróinn svörð, með mykjuniðurfellingu, væri möguleg. Isáningartímar voru tveir, haust
og vor. Lagðar voru út tvær reitatilraunir á hvorum stað, hófst sú fyrri vorið 2002 en
sú síðari haustið 2003. Mykja, blönduð vallarfoxgrasfræi, var felld niður í tún með
DGI tækni. Þekja vallarfoxgrass var metin ári síðar. Fyrstu niðurstöður benda til að
ísáning vallarfoxgrass hafi tekist þokkalega í Húsvík, en ekki eins vel í Keldudal.
Betra virtist að ísá að hausti en vori.
Inngangur
Á íslandi víkur vallarfoxgras (Phleum pratense) oft úr túnum á fáum árum og aðrar og
minna eftirsóttar grastegundir taka við. Tilraunir hafa sýnt að við venjulega meðferð
túna víkur vallarfoxgrasið á 8 - 10 árum (Áslaug Helgadóttir 1987, Jónatan
Hermannsson og Áslaug Helgadóttir 1991; Þóroddur Sveinsson 2003). Leitað hefúr
verið leiða til að viðhalda vallarfoxgrasi í túnum án jarðvinnslu. Það er mjög
kostnaðarsamt að vinna upp tún og því góður kostur, ef hægt er, að viðhalda þekju
vallarfoxgrass með ísáningu. Isáning kemur þó ekki í stað endurvinnslu, því hún bætir
ekki túnin að öðru leyti, en sem snýr að gróðursamsetningu.
Isáningar, sem hafa verið reyndar hérlendis, hafa tekist misjafnlega. Fyrsta athugunin
var gerð 1990 og gekk út á að sá fræinu, með venjulegri raðsáningarvél, í kalbletti. Sú
aðgerð gaf ekki góða raun á fyrsta ári, en á þriðja ári var komin 70% þekja
vallarfoxgrass á þeim blettum, sem vélin hafði farið yfir. I framhaldi var keypt sérstök
ísáningarvél sem var notuð á yfír 200 ha. Árangur af þessum ísáningum olli
vonbrigðum. Árangur varð betri í yngri túnum, en þeim eldri (Bjami E. Guðleifsson
1999). Ýmsar ástæður geta valdið því að ísáningar hafa ekki tekist sem skildi. Oft er
samkeppni um ljós og næringu eða ójafnvægi næringarefna kennt um, ef illa gengur
og einnig álagi af völdum smádýra s.s örvera og sveppa (Hauglund, Espen. 1997,
Guretzky, J.A. et al. 2004). I tilraun sem gerð var á Möðruvöllum í Hörgárdal kom í
ljós, að ekki væri hægt að kenna þessum þáttum um. I þeirri tilraun var ekki hægt að
útiloka að rotnun plöntuleifa eða eiturefni frá plöntum gæti valdið lélegum árangri
ísáningar. Einnig virðast sumar plöntur hafa návarnaráhrif (allelopathy) og þá er helst
litið til varpasveifgrass í því sambandi (Bjami E. Guðleifsson 1999).
ísáning, þar sem fræi er blandað við mykju og fellt niður með DGI tækni, var reynd í
Skagafírði árið 1999. Niðurfelling mykju sem blönduð var fræi, var reynd bæði í
kalbletti og gróinn svörð. í kalblettina var sett bæði vallarfoxgras og sumarrýgresi, en
aðeins sumarrýgresi í gróinn svörð. Sáning í kalblettina tókst vel, en of langt var á
milli raða til þess að sáningin gæfí góða uppskeru. Við niðurfellingu vom 30 cm á
164
i