Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 179
í jarðvegi með sýrustig á bilinu 4,5-6,5 er selen á forminu selenít (Se032') og getur
bundist sem járnselenít. Það getur einnig verið í lífrænum efnasamböndum og ýmsum
ólífrænum samböndum, allt eftir eiginleikum jarðvegsins eins og sýmstigi,
oxunareiginleikum og nærvem annarra jóna. Plöntur taka selen upp sem Se032" og
jarðvegur þarf að vera vel loftaður til að það haldist á því formi.
Flúor
Flúor er ekki talinn nauðsynlegur fyrir plöntur en hinsvegar búfé. Flann getur haft skaðleg
áhrif á plöntur ef mikið er af honum. Flúorjónin rafbinst frekar sterkt í jarðvegi og skiptir
OH" jónum út. Rafbindingin eykst með lækkandi sýmstigi að um pH 4. Jarðvegur í
Rothamsted hefur ekki sýnt mikla uppsöfnun á flúor þrátt fyrir að hafa fengið Súperfosfat
árlega í 100 ár. Líklega hefur flúorinn að einhverju leyti tapast með afrennslisvatni.
Nikkel
Nikkel telst ekki nauðsynlegt fyrir plöntur þó svo að dæmi séu um jákvæð áhrif á þroska
þeirra. Ef mikið nikkel er í jarðvegi getur það haft skaðleg áhrif á plöntur, slíkt mun þó
ekki algengt. Kölkun minnkar hættu á eitrun. Basalt er að jafnaði með mikið af nikkel,
meðalmagn um 120 mg kg'1. Jarðvegur á Skriðuklaustri innihélt 6-21 mg kg'1, 12 mg kg"1
að meðaltali sem em lág gildi miðað við bæði erlendar og innlendar tölur um basalt.
Joð
Ekki er vitað til þess að plöntur þurfi joð en það er mikilvægt fyrir búfé. Sjávarsölt em
mikilvægur forði fyrir joð í jarðvegi. Joð varðveitist í jarðvegi með hátt hlutfall af leir
vegna nálægðar við jám- og áloxíða og þar sem mikið er af lífrænu efni. Varðveisla á
oxíðum skiptir meira máli eftir því sem sýmstig lækkar.
Lokaorð
Magn snefilefna í grasi hér á landi bendir til þess að yfirleitt skorti þessi efni ekki miðað
við þarfir plantna. Það þarf þó að gæta þess að bór sé nægilegur fyrir tegundir sem em
viðkvæmar fyrir bórskorti. I kalkríkum jarðvegi og í sendnum jarðvegi með hátt pH þarf
að fylgjast með mangan og kopar og sennilega einnig í mjög lífrænum mýrarjarðvegi. I
langtímatilraunum hefur einnig sýnt sig að kopar getur minnkað í grasi með tímanum.
Tegundir af krossblómaætt og belgjurtir em viðkvæmar fyrir mólýbdenskorti og því þarf
að fylgjast með því við ræktun þessara tegunda. Regluleg notkun búfjáráburðar er mikil
vöm gegn skorti á snefilefnum. Það þarf að skoða betur hvort skynsamlegt sé að auka
magn snefilefna i plöntum með tilliti til þarfa búfjár eða manna, t.d. magn selens.
Heimildir
Aslaug Helgadóttir & Friðrik Pálmason, 1976. Ahrif kölkunar á grasvöxt, prótein og steinefni í grasi. Fjölrit
RALA nr. 7. 29 bls.
Bjami E. Guðleifsson & Evald Schnug, 1990. Ahrif sýrustigs jarðvegs á aðgengi næringareína og
næringarefnaupptöku grasa í íslenskri mýrajörð. Búvisindi (4), 11-18.
Bjöm Guðmundsson & Þorsteinn Þorsteinsson, 1979. Kóbolt í íslensku grasi. Isl. Landbún. 11 (1-2), 33-
39.
Bjöm Guðmundsson & Þorsteinn Þorsteinsson, 1980. Þungmálmar í íslensku grasi. Isl. Landbún. 1 (1), 3-
10.
177