Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 182
jafnvel í nautgripum samkvæmt óbirtum heimildum (Bjöm Guðmundsson og
Þorsteinn Þorsteinsson 1980).
1. tafla. Hlutverk snefilefna og sjúkdómar tengdir snefilefnaskorti.
Hlutverk Sjúkdómar tengdir skorti
Co - kóbalt Hluti af Bi2 vítamíni Röskun á orkuefnaskiptum, vanþrif.
Cu - kopar Hluti a.m.k. 4 ensímkerfa Aflitun hárs, niðurgangur, blóðleysi, vanþrif og ijöruskjögur.
Fe - jám Hluti af haemoglobini Blóðleysi
I-joð Hluti af skjaldkirtilshormóni Skjaldkirtilsstækkun og skertur lífsþróttur í ungviði, ófrjósemi og fastar hildir.
Mn - mangan Ensím tengd brjóskmyndun, andoxun, blóðstorknun og kólesterol framleiðslu. Röskun á vexti beina, ófrjósemi, ónæmisbæling og truflun á starfsemi miðtaugakerfisins.
Mo - molybdem Cofactor í nokkrum oxunarensímum. Ofgnótt truflar nýtingu á kopar.
S - brennisteinn Hluti methionine, cysteine, brjósks, thiamín og bíotins. Skortur veldur almennum vanþriíum. Bráð eitrun veldur gamabólgum og truflun á starfsemi miðtaugakerfisins. Langvinn ofgnótt truflar nýtingu kopars og selens.
Se - selen Hluti a.m.k. 30 ensíma einkum tengdum andoxun og virkni skjaldkirtilhormóns. Hvítvöðvaveiki, fósturlát, kálfadauði, fastar hildir, ófrjósemi og ónæmisbæling.
Zn - sink Hluti a.m.k. 200 ensímkerfa með mjög víðtæka virkni í efnaskiptum líkamans. Lystarleysi og vanþrif. Lélegt efni í hófum og klaufum. Parakeratosis á húð.
í landnýtingartilraununum (UNDP/FAO ICE 73/003) var beitarþol úthaga og ræktaðs
lands ásamt þrifum og heilbrigði búfjár rannsakað á tíu svæðum á landinu á sex ára
tímabili (1975-1980). Fénaður þreifst illa á láglendismýmm síðla sumars. Liður í að
leita orsaka þess var að kanna áhrif takmarkaðrar snefilefnagjafar á þrif lamba (Field
1980). I tilraun með inngjöf á koparlausn á Hesti (Olafur Guðmundsson o.fl. 1976)
fundust ekki áhrif af inngjöfmni á þrif og blóðgildi, enda var styrkur kopars í grasinu
og þeirra efna sem hafa helst áhrif á nýtingu kopars, þ.e. brennisteins og molybdens,
innan eðlilegra marka. A Hesti var gerð önnur tilraun með inngjöf á
kóbaltlausn (Olafur Guðmundsson og Valgeir Bjamason 1977). Ekki fundust nein
áhrif af inngjöfmni á þrif og blóðgildi og reyndust blóðgildi allra hópa innan eðlilegra
marka.
I yfirlitsgrein í Handbók Bænda 1984, sem rituð er af Þorsteini Þorsteinssyni, kemur
fram að á Keldum hafi snefilefnin kóbolt, kopar, jám, mangan, nikkel, sink og selen
verið mæld í grassýnum frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Hvanneyri og víðar.
Þessar mælingar sýndu að styrkur kopars, selens og sinks var í flestum tilfellum minni
en talin er þörf á handa grasbítum. Aftur á móti telur höfiindur að ekki þurfi að hafa
áhyggjur af kóbalt- eða manganskorti í grasi nema af skeljasandstúnum. Samkvæmt
því sem fram kemur í greininni hefur joð ekki verið mælt í íslenskum gróðri eða
jarðvegi (Þorsteinn Þorsteinsson, 1984).
I rannsókn, sem gerð var á styrk kóbalts í grasi og heyi frá 13 bæjum víðs vegar að af
landinu, reyndist styrkur þess vera yfir þeim mörkum sem talin em lágmark fyrir
sauðfé og nautgripi (0.08 ppm í þurrefni fóðurs) í öllum þeim 84 sýnum sem
rannsökuð vom að undanskildum 6 sem öll vom frá sama bæ. Höfundar setja fram þá
tilgátu að orsök lágra gilda á þeim bæ sé að túnin em ræktuð á skeljasandi og
sýrastigið því mjög hátt (Bjöm Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson, 1979).
180