Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Side 183
Kóbaltskortur í sauðfé getur leitt til sjúkdóms sem á ensku nefhist „ovine white liver
disease" (Dannatt & Porter, 1996). Sjúkdómurinn lýsir sér í vanþrifum, lystarleysi,
útferð í augum, ljósofnæmi og gulu. Álfabruni er algengur í búfé á Islandi og veldur
oft umtalsverðu tjóni. Orsakir álfabruna eru óljósar og áhugavert væri að athuga hvort
sjúkdómurinn tengist kóbaltskorti.
í rannsókn á snefdefnum í íslensku grasi (Bjöm Guðmundsson og Þorsteinn
Þorsteinsson 1980) vom rannsökuð 77 sýni af ræktuðu og óræktuðu landi. Sýnin voru
tekin á tilraunareitum og afmörkuðum svæðum og gefa ekki marktæka mynd af
snefdefnainnihaldi íslenskra heyja. Markmið rannsóknarinnar var að bera sýni af
túnum ræktuðum á skeljasandi með hátt jarðvegssýmstig saman við sýni af súrari
jarðvegi. Efnin sem voru greind vom Co, Cu, Fe, Mn, Ni, og Zn. Gildi kóbalts vom
0,02-0,73 ppm og var víðast nóg miðað við þarfír skepna (0,08-0,11 ppm) nema á
skeljasandstíinunum. Gildi kopars í þessari rannsókn vom almennt lág, 1,3-8,5 ppm.
Erfitt er að gefa upp þarfir fyrir kopar þar sem nýting hans er háð ýmsum öðmm
þáttum eins og styrk molybdens, Mo og brennisteins, S. Almennt er þó talið að
æskilegt magn kopars í fóðri jórturdýra sé yfír 7 ppm. Gildi fyrir jám vom há, 69-
2893 ppm, og vel yfir lágmarksþörfum jórturdýra, 30ppm (mengun frá jarðvegi?).
Mangangildi vom á bilinu 15-740 ppm, mun lægri á skeljasandstúnunum.
Manganþörf jórturdýra er um 25 ppm og vom flest sýnin vel yfir því. Gildi sinks vom
á bilinu 13-112 ppm, ahnennt um og yfír lágmarksþörfum jórturdýra. Niðurstöðumar
em í samræmi við það að almennt lækkar styrkur snefilefna með hækkandi sýmstigi
jarðvegs. Þetta á þó ekki við um molybden Mo og selen Se sem hækkar í plöntum
með hækkandi sýmstigi jarðvegs.
Þorkell Jóhannesson o.fl. (2004 b) greindu kopar og mangan í 172 heysýnum. Gildi
kopars vom á bilinu 4-16 ppm og meðaltöl svæðisbundinna sýna 8-9 ppm.
Sambærileg gildi fyrir mangan voru á bilinu 40-550 ppm og meðaltöl á bilinu 129 ±
40 til 186 ±94 ppm.
í tilraun, sem gerð var í þeim tilgangi að bera saman styrk selens í blóði áa sem
fóðraðar vom á þurrheyi annars vegar og votheyi hins vegar sýndu mælingar lítinn
mun á seleni í þurrheyi og votheyi en meðalgildi var um 0,070 ppm (Guðný
Eiríksdóttir o.fl., 1981).
í rannsókn þar sem selen var greint í 136 heysýnum víðs vegar að af landinu reyndist
styrkur selens vera frá 0,008 til 0,4 ppm (meðaltal 0,061 ppm). (Guðný Eiríksdóttir
o.fl., 1985).
í nýlegri rannsókn þar sem selen var greint í 88 heysýnum frá ýmsum landshlutum
voru meðalgildi á bilinu 0,015-0,025 ppm (Þorkell Jóhannesson o.fl. 2004 a.).
Talsvert hærri gildi fyrir selen fengust í rannsókn um 60 grassýna úr langtímatilraun
með áburð á Sámsstöðum og Skriðusklaustri, meðaltöl á bilinu 0,058-0,067
(Kirchmann o.fl. 2005).
Virkni GPx í blóði nautgripa hefur verið mæld í nokkrum rannsóknum og benda
niðurstöður þeirra allra til að virkni þess hjá gripum sem ekki fá kjamfóður sé í
langflestum tilfellum neðan þeirra marka sem talin em dýmnum nauðsynleg (100 U/g
Hb) (Gunnar Þorkelsson, 1997; Þorsteinn Ólafsson o.fl., 1999; Auður L.
Amþórsdóttir, 2000).
Ymislegt má gagnrýna við sýnatöku og aðferðafræði þeirra takmörkuðu rannsókna,
sem hér hefur verið greint frá og fjarri lagi að þær gefí heilsteypta mynd af stöðu
snefilefna í íslensku búfé. Víðtækar rannsóknir erlendis á þessu sviði undanfarin ár
181