Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 185
gulleita lausn, sem er þynnt að 20 g. Efnin voru magngreind öll samtímis í þessari
lausn með mælingu atómútgeislunar frá plasma (ICP-OES).
Til að greina selen var tekið annað jafnstórt sýni og farið með það eins og fyrir ICP-
greininguna, nema í stað þess að þynna í lokin var bætt í 0,4 ml af perklórsýru og
blandan færð í 10 ml glerglös og hún inngufuð, fyrst við 140°C í 3 klst., og síðan í
lokaðri teflonklæddri álblokk í 2 klst. við 215°C. Fyrra inngufunarskrefið er til að
fjarlægja saltpéturssýru og vatn, en það síðara til að brenna burt allar leifar af lífrænu
efni með inngufun perklórsýrunnar. Eftir þessa meðferð er selen úr sýninu í formi
selenats (á oxunarstigi 6), en til að mynda hýdríð er nauðsynlegt að afoxa yfír í selenít
(oxunarstig 4). Þetta er gert með því að leysa þurra leifína í 3 ml af sýrublöndu, sem í
er 1/10 af megnri saltsýru og 1/10 af megnri lausn vetnisbrómíðs, og glasinu lokað
með þéttum tappa. Þetta er svo hitað í a.m.k. 1 klst við um 60°C. Glösin eru því næst
opnuð og sett í hljóðbað (ultrasonic bath) til að reka út bróm sem myndast í
afoxunarferlinu. Selen er loks mælt með atómgleypni eftir hýdríðmyndun (hydride
generation atomic absorption spectrometry) í spýtigreiniútfærslu (flow injection
analysis).
Niðurstöður og umræður
Tafla 3 gefur upplýsingar um óflokkað sýnasafn. Þar koma fram meðaltöl og miðgildi
einstakra efna, lægstu og hæstu gildi, fjöldi greininga og upplýsingar um dreifingu.
Ef verulegur munur er á meðaltali og miðgildi er það glöggt merki um að gildin séu
ekki normaldreifð. Vegna tæknilegra erfiðleika hjá Efnagreiningum á Keldnaholti
(EGK) vantar enn niðurstöður fyrir kóbalt, molybden og joð.
3. tafla. Lægstu og hæstu gildi, meðaltöl, miðgildi og fjöldi greininga.
Lægsta gildi Meðalatal Miðgildi Hæsta gildi Normal dreifing n
Þurrefhi % 22,5 56,4 55,4 88,1 já 200
Meltanleiki % 60,0 69,8 70,0 78,2 já 200
Fem/kg þe. 0,65 0,79 0,80 0,92 já 200
Prótein % 6,0 16,44 16,70 23,1 já 200
AAT g/kg þe. 58,0 72,81 71,46 92,1 já 200
PBV g/kg þe -56,0 37,82 37,51 110,8 já 200
Ca % 0,14 0,35 0,34 0,61 já 194
Mg % 0,12 0,22 0,22 0,39 já 194
K % 0,95 1,99 1,98 3,66 já 194
Na % 0,00 0,10 0,06 0,56 nei 194
Co - Kobalt mg/kg þe - ■ - - - - -
Cu - Kopar mg/kg þe 2,95 7,59 7,46 11,53 já 194
Fe - Jám mg/kg þe. 51,1 200,8 128,2 2134,1 nei 194
I - Joð - - - - - -
Mn - Mangan mg/kg þe 27,06 123,1 102,7 470,39 nei 194
Mo - Molybden - - - -
S - Brennisteinn (%) 0,12 0,23 0,23 0,36 já 194
Se - Selen mg/kg þe - 0,002 0,016 0,010 0,130 nei 195
Zn - Zink mg/kg þe 16,44 32,17 31,91 47,48 já 194
Sýnin voru metin m.t.t. styrks snefilefna og þarfa nautgripa (tafla 4 og tafla 5). Þá
kemur í ljós selenskortur í 99% sýna og kopar er á mörkum þess að vera fullnægjandi
í 87,2% sýna og sink á mörkum í 37,4% sýna.
Jám, brennisteinn og molybden hafa þann eiginleika að tmfla nýtingu kopars. Styrkur
183