Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 192
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Áhrif N-áburðar á efnasamsetningu jarðvegs
Þorsteinn Guðmundsson, Hólmgeir Bjömsson og Guðni Þorvaldsson
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
Um miðja 20. öld, þegar nýræktarskeiðið var að hefjast og áburður varð ódýrari og
aðgengilegri en áður, vora gerðar umfangsmiklar tilraunir með áburð sem hafa verið undir-
staða leiðbeininga um notkun áburðar allt til þessa þótt töluvert hafí bæst við þekkinguna
(Hólmgeir Bjömsson 2001). Efnagreiningar á heysýnum úr tilraunum hófust 1955 og um
1960 varð það almenn regla að efnagreina sýni úr tilraunum með áburð og fleiri tilraunum. Ur
þessu var dregið eftir 1972. Hætt var að efnagreina árlega þótt ákveðið væri að halda
tilraununum áfram og úr mörgum tilraunum var seinast efnagreint 1976. Möluð heysýni voru
þó varðveitt flest ár. Jarðvegssýni voru tekin reglulega, en niðurstöður mælinga hafa ekki
verið birtar. Undantekning eru tilraunir með samanburð á tegundum N-áburðar (Bjami
Helgason, 1975). Þar kom fram að áhrif mismunandi N áburðar á sýmstig, lífræn efni og
skiptanleg næringarefni voru mikil. Þessar tilraunir bíða flestar ítarlegrar rannsóknar.
Þegar hefur verið gerð rannsókn á niðurstöðum tilraunar númer 19-54 á Skriðuklaustri og
áhrifum áburðar á jarðveg. Hér verða kynntar niðurstöður um breytingar á efnamagni í
jarðvegi. Nánari lýsing og niðurstöður greininga hefur áður verið birt (Guðni Þorvaldsson o.fl.
2003) og í tveimur greinum er annars vegar farið nánar í lífrænu efnin (Þorsteinn
Guðmundsson o.fl. 2004) og hinsvegar í helstu næringarefhin (Þorsteinn Guðmundsson o.fl.
2005). Tilraunin var lögð út árið 1954 og fékk sömu meðferð allt til ársins 1996. Áhrif
áburðar á nokkra eiginleika jarðvegsins vom mæld og reynt er að meta hvað orðið hafí um
þann áburð sem borinn var á, hversu mikið plöntumar tóku upp, hversu mikið safnaðist fyrir í
jarðveginum og hversu mikið tapaðist.
Efniviður og aðferðir
í tilraun 19-54 á Skriðuklaustri vom bomar saman mismunandi tegundir nituráburðar.
Tilraunin var kvaðrattilraun með eftirfarandi liðum:
P kg/ha K kg/ha N kg/ha
30,6 74,7 0
120 í Kjama (NH4NO3)
120 í ammonsúlfati ((NFLtkSOO
120 í kalksaltpétri (Ca(N03)2)
70 i Kjarna (NH4N03) (ekki greint frá þessum lið hér)
Þessir áburðarskammtar vom bomir á reitina á hverju vori allan tilraunatímann. Fosfórinn var
borinn á í formi þrífosfats, en kalíið var klórsúrt. Reitimir vom slegnir ýmist einu sinni eða
tvisvar á hverju sumri og grasið fjarlægt af reitunum. Prótein og steinefni (P,K,Mg,Ca og Na)
voru mæld í uppskerunni, þó ekki á hverju ári. Tilraunin var friðuð fyrir búfé allan tímann.
Reitastærð var 7,07 x 7,07 m = 50 m2.
Sýni vom tekin úr tilrauninni 4. og 5. september 1996 úr þremur röðum af fimm, efstu
röðinni, miðröðinni og þeirri neðstu. Að auki vom með sömu aðferð tekin sýni utan
tilraunarinnar á móts við hverja reitaröð. Þetta land á ekki að hafa fengið neinn áburð á
190