Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 200
í 1. töflu er sýnd frumorkunotkun heimsins. Miðað við ríflegt mat á orkulindum gæti jarðefna-
eldsneyti og úran enst í um 360 ár að óbreyttri notkun. I 2. töflu er mat á endumýjanlegum orku-
lindum og að hve miklu leyti þær em nýtanlegar. Samkvæmt þessu mati gætu þær komið í stað
jarðefnaeldsneytis og kjamorku þótt sólarorkuver komi ekki til sögunnar, en þá er eftir að gera
ráð fyrir þeirri aukningu á orkunotkun sem líklegt er að verði enn. Enn fremur má reikna með að
margvísleg andstaða verði gegn því að fullnýta þessa möguleika. A móti kemur betri nýting
orkunnar með tækniframförum, og með breyttu skipulagi og hugarfari má spara mikla orku.
ísland hefur töluverða sérstöðu vegna þess hve hér er enn mikið óbeislað af vatnsorku og jarð-
varma. Framlag íslendinga til þróunar orkumála í heiminum er hugmyndin um vetnisvæðingu og
þátttaka í alþjóðlegum verkefnum á því sviði. Orkuna á að vinna úr endumýjanlegum orkulindum
og binda í vetni sem ber orkuna og verður notað til að knýja samgöngutækin. Þetta framlag okkar
byggist ekki síst á starfi og þekkingu Braga Amasonar sem var prófessor við Háskóla Islands og
er meðal helstu sérfræðinga á þessu sviði. Þorsteinn I. Sigfusson prófessor hefur tekið upp merki
hans og stendur fyrir verkefninu. Meðal þess, sem skiptir máli, er að auðveldara er að koma upp
nýju dreifikerfi fyrir orku á eyju, þar sem það er afmarkað, en á stómm meginlöndum. Meðal
kosta vetnis er hve orkan nýtist vel þegar það er notað til að knýja bílvélar (Bragi Amason og
Þorsteinn I. Sigfusson, 2004). Nokkur bið mun þó verða á að vetni leysi olíu og bensín af hólmi.
Þangað til að því kemur munu ýmsir aðrir orkuberar koma við sögu.
í október s.l. sótti ég 14. Evrópuráðstefnuna um lífmassa í París. Nýjustu heimildir og hugmyndir
em sóttar þangað og í erindi sem Þorsteinn I. Sigfusson flutti á Keldnaholti 12. desember 2005.
Orkustofnun hefur gefið út rit sem gefur ágætt yfirlit yfir stöðuna, orkuspamað og aðrar leiðir til
að draga úr mengun (Agúst Valfells, 2005). Ráðstefnuritið frá París hefur ekki birst enn þegar
þetta er ritað, en nokkur erindi hef ég handbær og borist hefur fréttabréf frá sérstökum degi
iðnaðarins (EUBIA newsletter November 2005).
I Evrópubandalaginu koma um 6% orkunnar úr endumýjanlegum orkugjöfum, að meirihluta úr
lífmassa. Árið 2010 eiga það að verða 10-12% og 20% 2020, og ekki verður þar látið staðar
numið. Þetta eru stórkostlegar áætlanir og mikla tækniþróun þarf til að það geti orðið. Jafiifiamt
getur svo mikil ræktun reynt töluvert á umhverfið, en aðrar aðferðir til að vinna gegn óæskilegum
áhrifum hinnar miklu orkuneyslu eru ófullnægjandi einar sér. Auk þess má benda á að skógar fara
vaxandi í Evrópu og þá má því nýta betur.
Orkan kemur frá sólinni
Geislun sólar er sú orkulind sem nánast allt líf og starfsemi á jörðinni nærist á. Vatnsorkan og
vindorkan er þaðan komin. í olíu og kolum hefur varðveist orka sólgeislunar sem féll á jörðina
fyrir hundruðum milljóna ára. Það er helst kjamorkan, jarðvarminn og orka sjávarfallanna sem
ekki koma til jarðar sem geislaorka. Segja má að beislun sólarorku í grænum gróðri sé mesta
orkuver jarðarinnar. Þó nýtast aðeins um 1-2% geislaorkunnar til tillífunar og í kvikfjárrækt skila
sér aðeins um 5% af fóðurorkunni í afurðunum (Hólmgeir Bjömsson, 1987).
Með vetnisvæðingu má segja að horfið sé aftur til upphafsins. Þegar grænukomin binda
sólarorkuna gerist það einmitt þannig að þau kljúfa vatn í vetni og súrefni. Súrefnið fer út í
andrúmsloftið en vetnið varðveitir sólarorkuna. Það bindur koltvíildi úr andrúmsloftinu og afoxar
það og lífræn sambönd myndast. Þrúgusykur eða glúkósi er orkuberinn sem ber orkuna úr
grænukomunum í aðra plöntuhluta og önnur lífræn efni em unnin úr.
198