Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 201
Við bruna eldsneytis gengur það í samband við súrefni, það oxast, og til verður koltvíildi (kol-
sýringur við ófullkominn bruna) og vatn. í koltvíildi (C02) er oxunarstigið +4, í óbundnu kolefni
(graflt, demantur) núll og -4 í metani (CH4, hauggas, mýrarloft, jarðgas). Orkan, sem efnið gefur
frá sér við bruna, er stigvaxandi með lækkandi oxunarstigi kolefnis. í sykrum (t.d. hexósar
((Cf,H| i05)x), sykur, sterkja, sellulósi) er oxunarstigið núll, en kolefiii er aðeins um 45% og
brunagildið því of lágt á þungaeiningu til þess að þær séu hagkvæmt eldsneyti. Brennslugildið
vex þegar gróður trénar. í viði er C um 50% af lífrænu efiii. Þegar gróðurleifar safiiast fyrir í
jarðlögum umbreytast þær. Við háan hita og þrýsting gengur súrefni úr sambandi við kolefni og
tekur með sér vetni og e.t.v. nitur. Til verður mór (55-60% C), brúnkol (60-70% C), steinkol
(75-90% C) eða gljákol (90-95% C) og brunagildið er því meira sem kolefnið nálgast það að
vera hreint (Óskar B. Bjamason, 1966). Mest er þó brunagildi metans (jarðgass) með oxunarstig
-4 og næst kemur jarðolía sem er úr kolvatnsefniskeðjum (t.d. alkön, (CH3)2(CH2)X). Fitusýrur
em kolvatnsefniskeðjur með karboxýlhóp á endanum og því einnig orkuríkar, en jarðolía mun
einmitt mynduð úr seti þar sem fituríkt svif hefur fallið til botns.
Til þess að lífmassi geti komið í stað jarðefnaeldsneytis þarf að vinna úr honum eldsneyti sem má
blanda í bensín eða olíu eða nota eitt sér. í 3. töflu er yfirlit yfir nokkrar helstu leiðir sem geta
komið við sögu og fjallað er um hér á eftir.
3. tafla. Orka úr endumýjanlegum orkulindum í stað jarðefnaeldsneytis.
Orkugjafi Orkuvinnsla Orkuberi Orkunotkun
Fallvötn, jaróhiti o.fl. Raforka Vetni Efnarafalar, samgöngur
■>•> Vetni + C-gjafi Dísilín Samgöngur, fiskifloti
Urgangur; viður, sorp Gerjun Hauggas, CH4 Eldun, vélar, smánotendur
Úrgangur Hitun >700°C Syngas »>
Lífmassi, t.d. viður Hitun >1200°C Syngas Orkuver
Lífmassi + raforka Syngas + vetni Dísilín Samgöngur
Viður, köggl. hálmur Bmni Vatn, rafmagn Hitaveitur, blönduð orkuver
Sykrnr Gerjun Etanól í stað bensíns
Olíujurtir, kjötúrg. Hreinsun Lífdísill Dísileldsneyti
Frumuveggj armassi Sundrun+gerjrm Etanól Bensínvélar + verðmæt efni
n Hiti og þrýstingur Dísilín Jarðolía + verðmæt efni
Eldsneyti og gas
Frá fomu fari hefur eldsneyti einkum verið viður eða á annan hátt komið úr jarðargróða. Einnig
hefur hauggas verið nýtt um langa hríð, m.a. til að knýja bíla og vinnuvélar. Fyrsta stigið í að
auka notkun lífmassa sem orkugjafa er að nýta þann úrgang, sem til fellur, ýmist sem eldsneyti
eða til að framleiða gas. Hvort tveggja hentar vel í smáum stíl, t.d. í dreifðum byggðum.
Sú nýting lífmassa í stærri stíl, sem mest kveður að í Evrópu enn sem komið er, er í fjarvarma-
veitum þar sem jafnframt er framleitt nokkurt rafmagn. Þar em Norðurlöndin, Sviþjóð og
Finnland, í fomstu. Eldsneytið er einkum verðlítill úrgangur, sem fellur til við vinnslu viðar og
grisjun skóga, og kögglaður hálmur. Ræktun gróðurs sem orkugjafa er þó hafin. Mestur árangur
hefúr náðst með víði og strandreyr á norðlægum slóðum.
Gas úr úrgangi er annars vegar hauggas (50-70% metan), sem verður til í sorphaugum og
áburðargeymslum, og hins vegar s.k. syngas sem fæst við það að hita lífrænan úrgang. A
sorphaugum höfúðborgarinnar em nú þegar virkjuð 70-80% þess úrgangs sem var urðaður 1991-
199