Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 203
Lífmassaver (Biorefineries)
Eldsneyti úr lífmassa er ffamleitt í því sem mætti kalla lífmassaver (biorefmery, sbr. orkuver, oil
refmery=olíuhreinsistöð). Þau eru mjög fjölbreytt því að hráefnið er margvíslegt og aðferðir við
framleiðsluna mismunandi (Kamm og Kamm, 2004a,b). Vegna kostnaðar við ræktun og hirðingu
lífmassa getur skipt sköpum að einnig fáist önnur verðmæti (Askew, 2005). í ýmsum áætlunum
er gert ráð fyrir stórrekstri til að framleiðslan verði hagkvæm. Lífmassanum er þá safnað saman
af minni svæðum og forunninn áður en hann er fluttur langar leiðir.
Lífmassaver má flokka eftir hráefni í þrjá flokka, heilsáðver, þ.e. kom og hálmur, grænmassaver,
t.d. gras og belgjurtir, og lignosellulósaver þar sem fmmuveggir em meginhluti efhisins, t.d. sina
og hálmur, viður og mnnar (Kamm og Kamm, 2004b).
Þegar etanól er unnið úr lífmassa er sterkja og sellulósi látinn brotna niður í glúkósa sem gerjast í
etanól. Einnig má nýta aðra hexósa og jafnvel pentósa sem fást úr hemisellulósa. Úr xylósa er
unnið furfural sem er verðmætt hráefni, t.d. í nælon (Kamm og Kamm, 2004a). Ensím em notuð
til að sundurliða fjölsykrangana, en einnig má nota sýmr. Verð á ensímum fer lækkandi og með
annarri tækniþróun fer kostnaður einnig lækkandi.
Til þess að búa til eldsneyti á dísilvélar úr öðm en jurtaolíu má fara a.m.k. tvær leiðir sem vert er
að nefna. Báðar byggjast á því að hita efnið við háan þrýsting til að leysa súrefni úr sambandi við
kolefni líkt og gerst hefur þegar jarðefnaeldsneyti varð til á milljónum ára. Önnur aðferðin er að
búa til syngas við háan hita. Það er svo notað sem orkuríkur kolefnisgjafi til að framleiða díselín
með FT-aðferðinni sem fyrr var nefnd. Olíufélög hafa þegar reist slík ver eða þau em í byggingu.
í Malasíu em afköstin 1.700 MW af orku í lífmassa sem verða að 1.400 MW í syngasi. I Qatar á
að vinna úr 10 GW af lífmassa í (Boerrigter & van der Drift, 2005). Hugmyndir eru um
stórrekstur i Þýskalandi.
Hin aðferðin til að framleiða dísileldsneyti, sem hér skal getið, er nefnd HTU® (hydrothermal
upgrading). Lífmassinn er hitaður í 300- 350°C við 100-180 loftþyngdir í 5-20 mínútur
(Goudrian, Naber & Zeevalink, 2005). Unnið er að því að koma upp tilraunaverksmiðju í
Hollandi þar sem hráefnið verður grænn gróður, gras og belgjurtir. Fyrst er prótínið leyst úr
hráefninu. Með endurbættri og vemdaðri aðferð verður til verðmætt svínafóður. Eftir
hitameðferðina verður til afgangsefni sem er fyrst og fremst lignín, sem má nota sem eldsneyti,
en er einnig hráefni til iðnaðar (fjölliður, polymer). Verksmiðjan á að verða tilbúin 2009 og
verður áhugavert að fylgjast með árangri hennar því að hráefnið er líkt því sem fæst á Islandi.
Hér hefur verið gert ráð fyrir því að fljótandi eldsneyti verði fyrst og fremst framleitt í stómm stíl.
Aðrar þróunarlínur em þó til þar sem gert er ráð fyrir að orkan verði beisluð í smáum stíl nálægt
þeim stað sem hráefhið verður til. Það gæti átt vel við í dreifbýlu landi eins og á Islandi (sjá
Ragnhildur Sigurðardóttir o.fl., 2004).
Ræktun lífmassa
Nærri 40 ár em frá því rannsóknir hófust í Svíþjóð á því hvemig ræktaður gróður geti komið í
stað jarðefnaeldsneytis. Það var í rauninni jafnljóst þá og nú hvert stefndi með nýtingu orkulinda
og hvaða áhrif vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda myndi hafa, þótt nú megi segja fyrir um það
með meiri nákvæmni, og áhrifanna er farið að gæta svo að varla verður dregið í efa. Önnur lönd
fylgdu á eftir, einkum eftir Súezdeiluna 1974. Árið 1980 var fyrsta Evrópuráðstefnan um lífmassa
201