Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 204
haldin. Hvatamanni hennar, Wolfgang Palz, var veitt viðurkenning, kennd er við Joannes
Linnebom, á ráðstefnunni i París 2005.
Val á víðitegundum hófst 1967 í Landbúnaðarháskólanum á Ultuna í Svíþjóð og nokkm seinna
hófust kynbætur sem hafa skilað 50% uppskemauka. Víðir er nú ræktaður á um 15.000 ha í
Svíþjóð. Vöxturinn er lítill árið sem gróðursett er. Eftir það er hann sleginn á þriggja ára fresti og
kurlaður til eldsneytis í orkuverum. Uppskeran er um 9 t þe./ha á ári og akurinn endist í a.m.k. 20
ár (Stig Larsson, Agrobransle, munnleg heimild).
Strandreyr (Phalaris arundinacea) á að koma í staðinn fyrir mó í Finnlandi. Hann vex bæði
villtur og í túnum í Finnlandi. Ræktun til eldsneytis jókst úr 500 ha 2001 í 10.500 ha 2005.
Strandreyr er seinn til og er sleginn fyrst á 3. ári. Aburður er 60-90 kg N/ha á ári. Hann er látinn
bíða á rót fram undir vor og er þá sleginn því sem næst þurr. Uppskeran er 7-10 t þe./ha þótt svo
seint sé slegið og dæmi er um blett sem hefur þegar skilað uppskem í 15 ár (Pahkala o.fl., 2005).
Það sem vinnst við það að draga slátt er, auk þess að fá uppskeruna þurra, að mikill hluti
næringarefhanna skilar sér í rætumar. Við það sparast áburður og minni aska verður eftir við
bmna (Landström & Wik, 1997). Eigi að vinna fljótandi eldsneyti úr lífmassanum skiptir minna
máli að fá hann þurran. Af öðmm grastegundum em m.a. nefndar vallarfoxgras, háliðagras og
fóðurfax, og samræktun með belgjurtum kemur til greina (Tuveson, 1997). Askew (2005) nefnir
fleiri tegundir en strandreyr sem em kenndar við sef eða flæður. C4-plöntur era þó taldar
heppilegri til framleiðslu eldsneytis en C3-plöntur. Meðal annars taka þær upp minna af
steinefnum svo að askan verður minni. Mesta athygli vekur gras frá Kína sem ber latneska heitið
Miscanthus sinensis og hefur verið prófað allt norður í Danmörk. Meðal tegunda, sem oft em
nefndar, er Panicum virgatum (switch grass).
Lífmassi hentar misjafnlega eftir því hver afurðin á að vera. Fram kom að orkan væri ódýmst ef
notaðar væm olíujurtir eða sterkja, en fmmuveggjarplöntur væm hagkvæmari ef minnkandi
gróðurhúsaáhrif væra tekin með í reikninginn (E. van der Heuvel, Senternovem, óbirt erindi á líf-
massaráðstefnu í París 2005). I frumuveggjum mynda sellulósi, hemisellulósi og lignín fastofmn
vef, lignosellulósa, sem þarf að brjóta upp með sýmm eða gufusprengingu (Sassner o.fl., 2005).
4. tafla. Frumuveggjarefni og aska í lífmassa, % af þurrefni.
Sellulósi Hemisellulósi % ríkjandi Lignín Aska Heimild, sjá einnig texta
Hveitihálmur 34 28 18 1,3 ENEA
Ösp (poplar) 49 17 18 1,2 ENEA
Mischantus 45 30 21 2,7 ENEA
Fura og greni 43—45 20-23 mannan 28 Galbe & Zacchi
Víðir 42 22 xylan 25 Per Sassner
Hálmur 37 31 xylan 23 Per Sassner
Vallarf. í okt. 35 30 5 6 Tryggvi Eiríksson
í 4. töflu em dæmi um samsetningu lífmassa af þessu tagi. Tölumar em sóttar í kynningarbás
ENEA (Italian National Agency for New Technologies, Energy and the Environment) og til
Háskólans í Lundi í Svíþjóð (Galbe & Zacchi, 2002, tölvupóstur frá Per Sassner), auk mælingar á
frumuveggjarefnum (NDF, ADF, lignín, en pektín er ekki með) í vallarfoxgrasi á Keldnaholti
(Hólmgeir Bjömsson o.fl., 2004). Venjulega er einhver ein gerð ijölsykrunga ríkjandi í
hemisellulósa, oft um þrír fjórðu, og í heimildum frá Lundi kemur fram hver er ríkjandi. Mannan
202