Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 205
brotnar niður í mannósa sem er hexósi og gerjast í etanól með sömu gersveppum og glúkósi. Með
hemisellulósa er þó fyrst og fremst átt við pentósana.
Sumt af þeirri notkun lífmassa, sem þegar á sér stað erlendis, er samkeppnishæft nú þegar, en
annað þarf á stuðningi að halda, t.d. þóknun fyrir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Þegar lífmassi kemur í stað annars eldsneytis eða hráefnis verða til ný umhverfisvandamál. Breytt
landnotkun er hvarvetna til þess fallin að valda deilum. Einnig verða til úrgangsefni sem þarf að
nýta eða farga. í nóvember s.l. var haldin sérstök ráðstefha í Prag um nýtingu ösku (RecAsh).
Lífmassi á Islandi
Árið 1994 hófu verkfræðingarnir Baldur Líndal og Ásgeir Leifsson undirbúning að stofnun
verksmiðju til framleiðslu á etanóli til íblöndunar i bensín. Þeir fengu fljótt augastað á
alaskalúpínunni. Hana mætti rækta í stórum stíl á söndunum sunnanlands. Islenska
lífmassafélagið var stofhað árið 2001 og fékk það í samvinnu við aðila í Þýskalandi og á Irlandi
styrk frá Evrópusambandinu 2002-2004 til að vinna að ýmsum athugunum til undirbúnings þess
að stofna verksmiðju. Rannsóknastofnun landbúnaðarins kom að þessu verki með því að leggja
fram þá þekkingu, sem til er, og afla nýrrar. Lífmassafélagið er nú að vinna að hagkvæmnis-
athugun á því að reisa lífmassaverksmiðju á Flúðum. Miðað er við að hún noti sem svarar um
20.000 tonnum af þurrum lífmassa á ári. Etanólframleiðslan gæti dugað til að bæta 10% í
þriðjung þess bensíns sem selt er hér. Fleiri aðilar hafa tekið framleiðslu orku úr lífmassa hér á
landi til athugunar (TB, 2005). Menn hafa m.a. spurt hvort ekki megi rækta olíujurtir, repju eða
nepju, og nota olíuna á dísilvélar. Vomepja er næst því að ná þroska, en uppskeran var lítil í
tilraun sem var gerð 2002 (Hólmgeir Bjömsson og Þórdís A. Kristjánsdóttir, 2003, bls. 39).
Hugsanlegt er að með markvissum kynbótum í 10-20 ár gæti fengist viðunandi árangur.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins skilaði skýrslu um ræktun og framboð á lífmassa þar sem
einnig var gerð tilraun til að meta kostnað (Hólmgeir Bjömsson o. fl., 2004). Vegna hugmynda
um nýtingu alaskalúpínu höfðu verið gerðar rannsóknir á ræktun hennar (Hólmgeir Bjömsson &
Sigríður Dalmannsdóttir, 2003), en einnig var bent á að nota megi aðrar tegundir sem meiri
reynsla er af, bæði túngróður og bygg. Lúpínan þolir illa slátt á vaxtartímanum og stenst ekki til
lengdar samkeppni við annan gróður á frjósömu landi. Áburðarþörf hefur verið prófuð í tilraun á
blásnu landi á Geitasandi og mun henni ljúka sumarið 2006. I þessari tilraun, þar sem ekki er
mikil samkeppni við annan gróður, hefur lúpínan þolað slátt í byrjun september í tvö ár ef hún
fær brennisteinsáburð og uppskeran var um 3 t þe./ha. Brennisteinsskortur á sandjörð er vel
þekktur og N/S hlutfallið þarf að vera undir 20-22 til að prótínmyndun sé eðlileg (Áslaug
Helgadóttir o.fl., 1977). Einnig svaraði lúpínan P-áburði og K-áburður er nauðsynlegur ef upp-
skera er tekin í mörg ár. Ekki vom gerðar athuganir á hirðingu og geymslu lúpínu. Hún virðist
rotna nokkuð fljótt eftir að hún visnar á haustin ef veður er hlýtt og rakt. Því er áhætta að bíða
fram eftir hausti til að hún verði þurrari og léttari í meðförum. Ekki er reynsla af að taka hana
græna síðla sumars og bagga, e.t.v. eftir forþurrkun á velli. Áætlað hefur verið að sandar á Suður-
landi, sem gætu hentað vel til ræktunar á lúpínu, séu um 100.000 ha. Ovíst er þó hve mikinn hluta
þess lands verði unnt að nytja í þessu skyni. Gagnagrunn Nytjalands má nota til að meta
ræktunarsvæði.
Af öðmm nytjagróðri liggur beinast við að nýta heyrúllur, sem fymast, og nytja tún á eyðijörðum
ef þau liggja vel við flutningum. Grisjun skóga og úrgangur úr timburvinnslu eru einnig augljós
kostur. Það era einkum fjölærar tegundir sem koma til greina ef rækta á lífmassa. T.d. ætti að
203