Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 207
er lítil er hugsanlegt að íslendingar geti treyst á innflutning á etanóli. Almennt má þó reikna með
að alþjóðleg verslun með orku fari minnkandi eftir því sem hlutur endumýjanlegra orkugjafa fer
vaxandi, nema sólarorkuver komi til sögunnar. Þjóðir munu tryggja sig áður en þær leyfa
útflutning. íslendingar verða því að fylgjast með þróuninni og vera viðbúnir því að framleiða
eigið eldsneyti. Með því að eiga nokkurt fmmkvæði má jafnvel vænta þess að til geti orðið
hliðarafurðir sem renni nýjum stoðum undir atvinnulífíð. Þótt gert sé ráð fyrir dísileldsneyti sem
þætti í vetnisvæðingunni er hugsanlegt að lífmassi geti veitt því samkeppni. Lífmassi er
fjölbreyttur og hann mun einnig koma í stað olíu sem hráefni í hvers konar gerviefni.
Töluvert land þarf undir lífmassa ef hann á að fullnægja miklum hluta af orkuþörf landsmanna.
Samkvæmt áætlunum íslenska lífmasssfélagsins þarf 20.000 tonn af þurrefni til að framleiða
etanól sem komi í staðinn fyrir liðlega 3% af bensínnotkun Islendinga. Þetta gæti verið bygg og
hálmur eða hey af 2.500-3.000 ha eða lúpína af 5-7.500 ha. Ef etanóli verður blandað í bensínið
til helminga sautjánfaldast landþörfin og verður um 40-50.000 ha af túni/akri eða lúpínu af 85-
125.000 ha. Lúpína ein sér myndi vart duga í þessa framleiðslu nema hún gæfi af sér a.m.k. 4
t/ha. Að öðru leyti ætti að vera auðvelt að fullnægja þessari landþörf. Loks má benda á að tölu-
vert kolefni getur safnast í jarðveg ef 50-100.000 ha bætast við ræktað og áborið land á íslandi.
Hér hafa verið leidd að því nokkur rök að eðlilegt sé að Islendingar taki þátt í þróun lífmassa sem
hráefnis í iðnaði og orkugjafa og bíði ekki eftir vetnisvæðingunni. Það er nauðsynlegur þáttur í
menningu og menntun að vera með þar sem ný þekking verður til. Ef vel á að takast þurfa rann-
sóknir á ræktun, hirðingu og geymslu lífmassa að vera nokkrum árum á undan framkvæmdum, og
fyrirvarinn þarf að vera ennþá meiri ef rækta á nýjar tegundir þar sem kynbóta er þörf.
Heimildir
Askew, M.F., 2005.The potential of grassland and associated forages to produce fíbre, biomass, energy or other
feedstocks for non-food and other sectors: new uses for a global resource. I: D.A. Mc Gilloway (ritstj.), Grassland: a
global resource. XXIGC 2005. Wageningen Academic Publishers, 179-189.
Ágúst Valfells, 2005. Vistvænt eldsneyti. Möguleikar Islendinga til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Orkustofnun, 38 bls.
Áslaug Helgadóttir, Friðrik Pálmason & Hólmgeir Bjömsson, 1977. Áhrif brennisteinsáburðar á heyfeng og
brennistein í grasi. Islenzkar landbúnaðarrannsóknir, 9,2, 3-21.
Bjöm H. Halldórsson, 2004. Nýting metans ffá líffænum efnum. Reynsla og möguleikar.
http://www.os.is/page/vistvaent eldsneyti
Boerrigter, H. & B. van der Drift, 2005. „Biosyngas“ key-intermediate in production of renewable transportation
fuels, chemicals, and electricitiy: Optimum scale and economic prospects of Fisher-Tropsch plants.
http://www.ecn.nl/docs/librarv/report/2005/rx05181 .pdf.
Bragi Ámason & Þorsteinn I. Sigfusson, 2004. Islenskar orkulindir og vetnisvæðingin. Tímarit um raunvísindi og
stœrðfræði, 2. árg., 2. hefti, 9-16.
EUBIA newsletter November 2005. European Biomass Industri Association, Briissel. Guiliano Grassi ritstj., 9 bls.
Galbe, M. & G. Zacchi, 2002. A review of the production of ethanol from softwood. Appl. Microbiol. Biotechnol. 59,
618-628.
Goudrian, F., J.E. Naber & J.A. Zeevalink, 2005. Conversion of biomass residues to transportation fuels with the
HTU® process. Erindi á 14"' European Biomass Conference and Exhibition, Paris, 14-21 October 2005. Birtist í
ráðstefnuriti.
Hólmgeir Bjömsson, 1987. Vinnsla sólarorku í landbúnaði og nýting hennar. Náttúrufræðingurinn, 57, 145-155.
205