Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 209
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Trjákynbótaverkefnið Betri tré
Halldór Sverrisson1’2, Guðmundur Halldórsson1 og Aðalsteinn Sigurgeirsson1
1 Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, 2Landbúnaðarháskóla íslands
Inngangur
Ævi trjáa er löng og af þeim sökum er sá tími sem líður frá gróðursetningu til
uppskeru lengri en í ílestri annarri ræktun. Af sömu sökum er afar mikilvægt að vel sé
vandað til vals á efniviði þeim sem notaður er í skógrækt, svo sem til vals á
trjátegund, kvæmi eða klóns sem notaður er í skógrækt á tilteknum stað.
Skógrækt er ekki gömul atvinnugrein á Islandi. Fyrstu aðgerðir í þá veru að vemda
leifar birkiskóganna em rúmlega aldargamlar. Um það leyti vom einnig gerðar fyrstu
tilraunir með gróðursetningu trjátegunda sem ekki höfðu áður vaxið í landinu. A
íjórða áratug síðustu aldar var farið að huga að enn frekari tilraunum með innfluttar
tegundir, og þær tilraunir gáfu svo góða raun að upp úr miðri öldinni hóf Skógrækt
ríkisins stóraukna ræktun á lerki, sitkagreni, rauðgreni, skógarfum og stafafuru.
Margar aðrar tegundir vom einnig prófaðar í smáum stíl, t.d. alaskaösp. Fljótlega kom
í ljós að tegundimar hentuðu misvel eftir landshlutum og jarðvegsgerðum, og segja
má að allan síðari hluta aldarinnar hafi menn verið að læra að þekkja þarfir og
duttlunga þessara nýju þegna, með seinfenginni reynslu og tilraunum.
Tvö áföll standa upp úr þegar þessi saga er skoðuð, þ.e. aprílhretið mikla vorið 1963
og furulúsarplágan sem gerði nánast út af við skógarfuruna. Af vorhretinu drógu
skógræktarmenn þann lærdóm að kvæmi og klónar sem koma frá svæðum með kaldan
og stöðugan vetur henta illa á sunnan- og vestanverðu landinu og víðar við
sjávarsíðuna. Gripið var til þess ráðs að safna efniviði af alaskaösp og sitkagreni frá
suðlægari svæðum í Alaska en áður og lögð áhersla á að planta þeim trjám á þeim
svæðum sem verst urðu úti vorið 1963. Frægarður með völdum grenitrjám var síðar
stofnaður í Noregi. Lúsarplágan varð hins vegar til þess að ræktun skógarfuru var
algerlega gefin upp á bátinn.
Þó að þessi áföll beri hæst þegar saga innfluttra trjáa er skoðuð, fer því þó fjarri að
þetta sé það eina sem hrjáð hefur nýbúana. Segja má að á nokkurra ára fresti komi
fram kal, og aðrar veðurskemmdir einhvers staðar á landinu. Köld sumur koma af og
til og draga úr vaxtargetu og viðnámsþrótti trjánna. Nýir skaðvaldar, misalvarlegir,
hafa einnig plagað skógana okkar. Grenilúsin (sitkalúsin) sem talin er hafa borist
hingað 1959 og asparryðið, sem fyrst fannst 1999, eru líklega verstu plágumar.
Um 1990 verða viss þáttaskil í skógrækt á íslandi. Þá er gert stórátak í svonefndri
landgræðsluskógrækt á vegum skógræktarfélaganna og um svipað leyti er aukinn
kraftur settur í nytjaskógrækt á bújörðum. Síðan eru stofnuð skógræktarverkefni í
öllum landshlutum í anda Héraðsskóga, sem leysa nytjaskógrækt á bújörðum af hólmi.
Markmiðið er að 5% af láglendi Islands verði skógi vaxið eftir 40 ár.
207