Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 212
asparklónar sem eru lítið næmir fyrir asparryði og kynbætur gegn þeim sjúkdómi eru
mjög mikið stundaðar erlendis. Það eru því allar forsendur fyrir því að með
kynbótum/úrvali getum við náð verulegum árangri á þessu sviði. Sá árangur gæti
skilað sér innan fárra ára hvað úrval áhrærir. Kynbætur taka lengri tíma. Hér er því
um langtímaverkefni að ræða. Reynslan sýnir að það er erfitt að fá fé úr
rannsóknarsjóðum til langtímaverkefna en fyrir þróun skógræktar í landinu eru þau
afar brýn. Hér gildir það sama og um alla aðra ræktun, forsendan fýrir betri árangri er
erfðabætur á þeim efniviði sem verið er að vinna með, hvort sem það er kom, búfé
eða skógartré.
Asparkynbætur
Áætlunin skiptist í fjóra þætti, a) úttekt á eldri tilraunum, b) rannsóknir á þeim
kynbótaefniviði sem þegar er búið að framleiða, c) nýjar víxlanir og d) miðlun bætts
efniviðar.
Úttekt á eldri tilraunum. Teknar verða út aspartilraunir sem vom lagðar út á ámnum
1992-1996 (Aðalsteinn Sigurgeirsson, 2000). Þetta em samtals 12 tilraunir víðs vegar
um land sem em í góðu ástandi, þ.e. þar sem heildarafföll vegna búfjárbeitar,
grassamkeppni eða næturfrosta hafa verið lítil. Auk þess em 4 tilraunir sem em öllu
lakari. Heildarúttekt var síðast gerð árið 1999. Vöxtur trjáa verður mældur og
skemmdir og vaxtarform ákvarðað. Mældar vom tilraunir í Þrándarholti, á Læk í
Dýrafirði, í Belgsholti og í Prestbakkakoti á Síðu. Haldið verður áfram úttektum vorið
2006 og verða leiðbeiningar um klónaval í skógrækt gefnar út að því loknu.
Gróðursetningar og úttekt á víxlunum frá 2002 og 2004. Fyrri víxlunin var á milli
þriggja ryðþolinna klóna ('Sælands', 'Súlu' og 'Hauks') og valinna aspa af
höfuðborgarsvæðinu og úr tilraunum Mógilsár. Þessi efniviður var miðaður við þau
svæði landsins þar sem nú þegar em gróin asparræktarsvæði. Tilgangurinn er að fá
enn betri efnivið fyrir þessi svæði, ekki hvað síst með tilliti til ryðþols. Gróðursett var
í þessar tilraunir árin 2003-2004. Tilraunastaðir em Sóleyjabakki í
Hmnamannahreppi, Reykhólar, Bessastaðir á Heggstaðanesi, Hólsgerði í Eyjafirði,
Stóra-Sandfell og Brekkugerði á Fljótsdalshéraði, Belgsholt í Melasveit og austan
Hafharfjarðar. Tilraunin á Sóleyjabakka hefur nú þegar verið hæðarmæld og metin
með tilliti til ryðs.
Síðari víxlunin er á milli áðumefndra ryðþolinna klóna ('Sælands', 'Súlu' og 'Hauks')
og valinna aspa af norðlægum svæðum og strandsvæðum. Þessi efniviður var miðaður
við þau svæði landsins þar sem asparrækt hefur átt undir högg að sækja. Tilgangurinn
er að fá nothæfan efnivið fyrir þessi svæði, með tilliti til ryðþols og þols gegn erfiðum
umhverfisaðstæðum. Bæimir Fremri-Nípur í Vopnafirði, Bessastaðir á Heggstaðanesi
og Svanshóll í Strandasýslu auk Belgsholts vom valdir sem tilraunastaðir fyrir
efniviðinn frá 2004.
Nýjar víxlanir. Stefnt er að því að gera fleiri víxlanir bæði á milli klóna af alaskaösp
og milli alaskaspar og sléttuaspar (Populus deltoides). Klónar af slíkum blendingum
eru þekktir fyrir vaxtarhraða, viðargæði og ryðþol erlendis.
Miðlun bœtts efniviðar. „Populetum“ - safn asparklóna (svo sem sýnireitir og
græðlingabeð) ætlað til þess að miðla framleiðendum efni til fjölgunar eftir því sem
eftirspum krefur.
210