Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 216
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Svepprætur og skógrækt
- máttur myglunnar -
Ulfur Oskarsson
Landgrœðsla ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella
Landbúnaðarháskóli Islands, Reykjum, 810 Hveragerði
Yfirlit
Svepprætur eru mörghundruð milljón ára gömul fyrirbæri og hafa menn vitað af tilveru
þeirra og gagnsemi frá því snemma á 19. öld. Frá upphafi þeirrar vitneskju hafa menn velt
fyrir sér hagnýtingarmöguleikum sveppróta til að auka uppskeru nytjaplantna í
landbúnaði og skógrækt.
I þessum fyrirlestri er stikað á stóru um eðli og fjölbreytni sveppróta, nytsemi þeirra og
hagnýtingarmöguleika. Fjallað verður um vísbendingar um gagn af því að auka
svepprótamyndun nytjaplantna hérlendis með sérstaka áherslu á landgræðsluskógrækt.
Gerð verður sérstök grein fýrir rannsóknum á svepprótamyndun skógarplantna í
gróðrarstöð og færð fyrir því rök að góð svepprót sé mikilvægur hluti af gæðum
skógarplantna.
Hvað eru svepprætur?
Margar plöntur og sérhæfðir jarðvegssveppir hafa afar náið samneyti og geta vart án
hvers annars verið. Slíkt samband ólíkra lífvera er kallað samlífi (symbiosis). Sveppimir
vaxa inn í rætur plantnanna og langar leiðir, jafnvel marga metra, út í jarðveginn. Saman
mynda lífvemrnar líffæri á rótum plantna sem nefnast svepprætur. Svepprætur virka eins
og útvíkkun á rótarkerfinu sem hjálpar plöntunni við að afla næringarefna og vatns.
Plantan veitir sveppnum orku í staðin.
Allar trjákenndar plöntur em með svepprót, svo og flestar aðrar blómplöntur, grös,
byrkningar og mosar. Svepprætumar em mjög mismunandi að gerð og útliti eftir þeim
plöntum og sveppum sem mynda þær.
Gerðir sveppróta
Atta gerðir sveppróta em þekktar (sjá 1. töflu) og em margar þeirra mjög líkar að gerð
(eftirfarandi yfirlit er byggt á Brundrett 2002 og Peterson o.fl. 2004). Megingerðin er
svokölluð „arbuscular“ svepprót sem oftast er nefnd „innræn svepprót“ á íslensku.
Islenska nafnið kemur af því að plantan hleypir sveppnum inn í rótabarkarfrumumar, þar
sem aðeins fmmuhimnumar skilja lífvemmar að. Þetta gerist reyndar líka í öllum öðmm
svepprótagerðum nema einni (1. tafla). Talið er að „arbuscular“ svepprót finnist hjá um
80% allra plöntutegunda. Mosar, lifrarmosar, byrkningar, sumir berfrævingar,
köngulpálmar og flestir dulfrævingar mynda þessa svepprótagerð, þ.á.m. trjákenndar
tegundir eins og víðir, ösp, reynir, elri og fjöldi annara mnna.
Svonefnd „útræn svepprót“ (ecto-mycorrhiza) er mynduð af nokkmm ættum berfrævinga
og dulfrævinga, þar af einni ættkvísl einkímblöðunga sem þursaskeggið íslenska tilheyrir.
Eins og nafnið bendir til, er „útræn svepprót“ oft áberandi utan á rótum. Þessi
214
J