Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 225
Astand og gróður
Ástands- og gróðurmælingar 2005 fóru fram á svipuðum tíma og í fyrri mælingum
1997 og 1998, þ.e. frá miðjum ágúst og fram í september. Stöðvar voru fundnar með
því að nota GPS-hnit og ljósmyndir frá fyrri úttekt. Ástand hæla og merkinga var
metið og hælar endumýjaðir þar sem þörf var á.
Á hverri stöð var ástand lands metið eftir ástandsskala og ljósmyndir teknar. Við
úttekt voru notaðar sömu aðferðir og áður (Borgþór Magnússon o.fl. 1999) en nokkuð
dregið úr umfangi söfnunar og mælinga. Þannig var jarðvegs- og uppskemmælingum
sleppt. Á öllum stöðvum vom gerðar einfaldar gmnnmælingar á þekju ógróins
yfirborðs og meginplöntuhópa, þ.e. á heildarþekju fléttna, mosa, grasa og stara, og
háplantna. Á hverri stöð vom lagðir út 10 rammar (50x50 cm) og var þekja metin
samkvæmt þekjuskala Braun-Blanquet eins og áður. Jafnframt vom beitarummerki á
gróðri metin (skali 0 - 3) og blaðhæð grasa og stara mæld. Þessar mælingar vom
taldar fullnægjandi til að gefa mynd af ástandi lands og nýtingu til samanburðar við
fyrri mælingar.
Á 30 stöðvum var farið út í viðameiri rannsóknir á gróðri 2005. Þessar stöðvar voru
valdar þannig að þær væm í mismunandi landi með tilliti til gróðurfars og ástands
lands, hæðar yfir sjó og landshluta (1. mynd). Stöðvar á afréttum, í öðram
almenningum og víðáttumiklum beitarhólfum vom fremur valdar en stöðvar í litlum
heimahólfum væri þess kostur. Á þessum stöðvum vom allar háplöntur greindar til
tegunda og þekja þeirra metin eins og í fyrri úttekt. Enn ffemur vom sýni tekin af
fléttum og mosum til að fá betri mynd en áður af gróðurfari og líffræðilegri fjölbreytni
haganna.
Tölfræðilegri prófun var beitt til að kanna hvort breyting hefði orðið á ástandsflokkun
lands (einkunnir) milli fyrri og seinni úttektar. Beitt var „chi-kvaðrat“ prófi. Einnig
var kannað hvort marktækur munur væri á beitarummerkjum, blaðhæð grasa og stara,
þekju ógróins yfirborðs og þekju plöntuhópa í fyrri og seinni úttekt. Þar var greint á
milli stöðva á láglendi og ofan 300 m hæðar á heiðum og hálendi. Borin vora saman
pörað gildi í fyrri og seinni úttekt (ANOVA). Vegna skekktrar dreifmgar var þekju
ógróins yfirborðs og fléttna umbreytt fyrir greiningu (log(l+x)).
Hnitun (Decorana) var beitt til að kanna hvort breytingar hefðu orðið á
tegundasamsetningu gróðurs milli fyrri og seinni úttektar. Eingöngu voru notuð gögn
frá þeim 30 stöðvum þar sem gróðurfarsúttekt var endurtekin 2005. Samanburðurinn
byggir því á háplöntutegundum og var tíðni þeirra á stöðvum notuð við útreikninga.
Notað var forritasafnið PC-ORD.
Fuglatalningar
Fuglatalningar fóra fram á 15 hagastöðvum á Suðurlandi dagana 15. og 22. júni 2005
(2. mynd). Stöðvarnar vora í mýrlendi, graslendi og mosaheiði. Við hverja stöð var
reynt að telja á fimm punktum ef landrými leyfi. Alls var gerð 61 mæling. Stöðin sjálf
var miðpunktur en hinar fjórar vora staðsettar í 200 m fjarlægð í höfuðáttum frá
miðpunkti. I hverjum punkti var talið í fimm mínútur. Allir fuglar og atferli þeirra var
skráð og ljarlægð til þeirra metin. Við úrvinnslu var þeim fuglum sem sýndu
varpatferli skipt í fjarlægðabil; 0-20 m, 20-40 m, 40-80 m, 80-120 m, 120-160 m,
160-200 m og ijær en 200 m. Fuglum sem ekki sýndu varpatferli, t.d. flugu hjá eða
voru við fæðuleit, var sleppt.
223