Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 227
sæmilegt í það að vera gott (3. mynd). Ef litið er til héraða hafði meðalástandsflokkun
í Eyjafírði breyst frá 1,91 til 0,91 (22 stöðvar) milli úttekta, í Skagafírði frá 1,90 til
1,26 (31 stöð), í Húnavatnssýslum frá 2,84 til 1,84 (19 stöðvar) og í Ámessýslu og
Rangárvallasýslu frá 1,68 til 1,04 (28 stöðvar).
Víðast hvar var beitamýting 2005 með svipuðum hætti og verið hafði í fyrri úttekt,
þ.e. land var áfram nýtt til hrossabeitar eða blandaðrar beitar hrossa og sauófjár. Sums
staðar hafði hins vegar orðið vemleg breyting á beitarálagi vegna fækkunar búfjár,
eins og komið verður nánar að. Við átta stöðvar hafði land verið tekið úr beit vegna
slæms ástands eða breyttrar landnýtingar.
0 ágætt 1 gott 2 sæmilegt 3 slæmt 4 mjög slæmt 5 óbeitarhæft
Ástandsflokkur
3. mynd. Tíðnidreifmg 100 stöðva eftir ástandsflokkum í fyrri og seinni úttekt.
Marktækur munur reyndist á flokkun milli úttekta, p < 0,001.
Beitarummerki, grashæð og gróðurþekja
Mælingar á beitarummerkjum og gróðurþáttum sýndu, eins og ástandflokkun, að
dregið hafði úr beitarálagi, gróska aukist og breytingar orðið á gróðurþekju. Fyrir
flesta þætti átti það jafnt við um stöðvar á láglendi og hálendi. Þannig voru
beitarummerki á gróðri marktækt minni 2005 en í fyrri úttekt bæði á láglendi og
hálendi og blaðhæð grasa og stara var að sama skapi meiri. Reyndist munur
marktækur fyrir báða þætti á láglendi og hálendi (4. mynd). Á hálendisstöðvum hafði
orðið hlutfallslega meiri breyting á blaðhæð. Þessi aukning blaðhæðar jafngildir að
ónýtt uppskera í högum hafi að meðaltali aukist úr um 70 í 120 g þ.v./m2 á láglendi og
úr um 40 í 80 g þ.v./m2 á hálendi milli fyrri og seinni úttektar. Er þá tekið mið af
sambandi blaðhæðar og uppskeru sem kannað var í fyrri úttekt stöðvanna.
Rof í landi hafði minnkað milli úttekta og var munur marktækur bæði fyrir láglendi og
hálendi (5. mynd). Þannig mældist ógróið yfirborð á láglendisstöðvum að meðaltali
3,6 % í fýrri úttekt en 2,8 % í þeirri seinni, en á hálendi 7,2 % í fyrri úttekt og 5,6 % í
þeirri seinni. Breytingar á heildarþekju þeirra plöntuhópa sem mældir voru reyndust
misjafnar. Þekja lágplantna stóð í stað eða minnkaði en þekja grasa og stara og
225