Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 231
Fjölbreytni gróðurs var, eins og áður hafði komið fram um háplöntur, mjög misjöfn
eftir því í hvaða gróðurlendum stöðvar voru. Að jafnaði var gróður fjölbreyttari eftir
því sem gróska var minni og átti það nokkuð jafnt við um háplöntur, mosa og fléttur.
Samanburður á fjölda háplöntutegunda á stöðvunum sýndi ekki marktækar breytingar
milli úttekta. Nær tífaldur munur var á heildaríjölda tegunda eftir stöðvum. Gróður í
graslendi var fábreyttastur (7. mynd). Fæstar tegundir fundust á stöð í mjög
gróskumiklu snarrótargraslendi í Skagafirði en þar voru aðeins skráðar 7 tegundir
háplantna. Tegundaríkastur var gróður hins vegar í mólendi og í mýrum til heiða á
Norðurlandi þar sem fast að 70 tegundir fúndust þar sem mest var (7. mynd). Þessar
niðurstöður um ljölbreytni gróðurs í mismunandi gróðurlendum eru líkar öðrum
niðurstöðum rannsókna hér á landi þar sem svipuðum aðferðum hefur verið beitt við
mælingar (Borgþór Magnússon, 1987, Borgþór Magnússon og Sigurður H.
Magnússon 1990, 1992, SigurðurH. Magnússon o.fl. 2002).
Fuglar
Varpþéttleiki mófugla var mældur með 61 punkttalningu á 15 stöðvum á Suðurlandi.
Alls voru skráð 647 líkleg varppör af 17 tegundum, auk kríu, hettumáfs, kjóa og
hrafns sem ekki létu varplega. Auk níu algengustu mófuglategundanna (8. mynd) sást
eitt álftapar, fímm grágæsapör, ein stokkandarkolla, eitt svartbakspar, sex sílamáfspör,
ein maríuerla, einn músarrindill og tveir snjótittlingar. Heildarþéttleiki varpfugla var
mjög hár, eða 270 pör/km2. Flestar aðrar tiltækar mælingar á þéttleika mófugla
hérlendis byggja á sniðtalningu og hefur heildarþéttleiki varpfugla á láglendissvæðum
mælst á bilinu 109 til 254 pör/km2 (Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2002,
Kristbjöm Egilsson o.fl. 2004, Guðmundur A. Guðmundsson 2006). Við
punkttalningar á mófuglum á skógræktarsvæðum á Héraði reyndist þéttleiki fugla vera
111 pör/km2 í mólendi, en 367 - 584 pör/km2 í skógum (Ólafur K. Nielsen 2003).
Samkvæmt rannsóknum okkar var þúfutittlingur langalgengastur í högum á
Suðurlandi með 92 ± 19 pör á km2. Næstir í algengni vom hrossagaukur (42 ± 8
pör/km2) og lóuþræll (37 ± 9 pör/km2) (8. mynd). Meðalþéttleiki fugla í högunum er í
ágætu samræmi við aðrar mælingar sem gerðar hafa verið á láglendi hérlendis. Því
miður bauð sýnastærð ekki uppá nánari úrvinnslu á einstökum mælistöðvum eða
samanburð á milli landgerða. Prófað var að beita Twinspan-flokkun á gögnin og
skiptust tegundirnar upp í votlendis- og þurrlendistegundir í samræmi við fyrri
þekkingu. Þessi forkönnun sem gerð var til að kanna hvort hagastöðvamar henta sem
mælistöðvar í vöktun mófugla gaf mjög góða raun. Vegna smæðar sumra svæðanna
var ákveðið að hafa aðeins 200 metra á milli mælipunkta, sem er styttra en æskilegt
er. Þrátt fyrir það reyndist sums staðar ekki hægt að koma fyrir öllum fimm
mælipunktunum vegna smæðar beitarhólfa eða vegna þess að mælisnið var of nálægt
jaðri svæðis. Því er ljóst að velja verður stöðvar í fremur víðáttumiklu og einsleitu
landi til fuglatalninga, verði framhald á þeim í verkefninu.
Smádýr
í ljós kom að fallgildrurnar vom hafðar úti í of langan tíma og rotnaði veiðin.
Grófgreining sýna var því aðeins möguleg. í þessari athugun veiddist mest af flugum,
bjöllum, köngulóm og mordýmm, mjög breytilegt á milli staða. Þannig var dýralífíð
mjög ólíkt í graslendi á Skjóldal og mýrlendi á Leirdalsheiði. A Skjóldal veiddist
meira af flugum, bjöllum og mordýram, en meira af köngulóm á Leirdalsheiði. Með
því að hafa gildrar skemur úti mætti afla upplýsinga um smádýralíf á mismunandi
svæðum, tengja það gróðurfari og hugsanlega greina breytingar í framtíðinni.
229