Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 237
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Rannsókn á kvæmum grenitegunda í tveimur landshlutum
Aðalsteinn Sigurgeirsson',Guðmundur Halldórsson1 og Halldór Sverrisson1,2
1 Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, 2Landbúnaðarháskóla íslands
YFIRLIT
Haustið 2005 var metin lifun og hæðarvöxtur í tveimur tilraunum með kvæmi
sitkagrenis, sitkabastarðs, hvítgrenis og fleiri grenitegunda. Tilraunimar vom
gróðursettar sumarið 1996, önnur á Læk í Dýrafírði en hin í Þrándarholti í
Gnúpverjahreppi. A báðum stöðum kom í ljós marktækur munur milli kvæma, í lifun
og meðalhæð við níu ára aldur tilraunar. Vöxtur og lífslíkur einstakra kvæma var afar
breytilegur eftir tilraunastöðum. I ljós kom marktækt samspil milli kvæmis og
tilraunastaðar, einkum hvað varðaði hæðarvöxt. Hvað snerti lifun var hlutfall
breytileikans sem skýrðist af kvæmi 14,4% og var það hærra en það sem skýrðist af
samspili kvæmis og staðar (6,4%). Hvað snerti hæðarvöxt var þessu öfugt farið;
kvæmi skýrði einungis 1,8% af breytileikanum en samspil kvæmis og staðar 22,8%. í
Þrándarholti voru flest kvæmi sitkabastarðs hávaxnari og með hærri lifun en flest
kvæmi sitkagrenis, en á Læk var minni hæðarmunur milli tegunda og kvæma.
INNGANGUR
Sitkagreni (Picea sitchensis (Bong.) Carr.) frá Alaska er líklega sú trjátegund sem best
er aðlöguð aðstæðum á íslandi þar sem úrkoma er mikill, loftraki hár, vetur mildir og
hafvindar hvassir og tíðir. Eru miklar vonir bundnar við tegundina til nytjaskógræktar
á Islandi, einkum á landinu sunnan- og vestanverðu. I þeim landshlutum þar sem
veðurfar er landrænna og sumur styttri, úrkoma minni og næturfrostahætta meiri á
vaxtartíma, er álitið öruggara að rækta hvítgreni (P. glauca (Moench) Voss) og
sitkabastarð (P. x lutzii Little). Reynslan sýnir þó að víða um land getur þessum
tegundum verið hætta búin af haust- og vorfrostum í óvenjulegu árferði, og getur slíkt
valdið bæði afföllum og vaxtartapi. Umfang og eðli skemmda og vanþrifa af völdum
frosta virðist þó fara nokkuð eftir því hvaða tegund á í hlut og um hvaða landshluta er
að ræða. Haustkal hjá sitkagreni er verulegt vandamál, einkum á ungplöntustiginu.
Skemmdir af völdum vorfrosta eru sjaldgæfari, en geta valdið meiri usla þegar þær
gerast, einkum á sitkabastarði og hvítgreni (Haukur Ragnarsson 1964; Aðalsteinn
Sigurgeirsson og Halldór Sverrisson 2004).
Með tilraunum sem settar voru á fót á 14 stöðum á landinu á árunum 1995-96
er leitast við að skýra betur: (a) hvaða grenitegund er heppilegust í einstökum
landshlutum; (b) hvaða kvæmi einstakra grenitegunda henta best í þessum
landshlutum og (c) hvort munur sé milli afkvæmi einstakra fræmæðra í vexti og lifun.
Hér verður gerð grein fyrir niðurstöðum nýafstaðinna mælinga frá tveimur þessara
tilraunastaða; Læk í Dýrafirði og Þrándarholti í Gnúpverjahreppi.
235