Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 241
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Notkun fjarkönnunar við mat á flatarmáli birkiskóga
í Þjóðgarðinum á Þingvöllum
Agata Wencel1, Hreinn Óskarsson2 og Bjarki Þór Kjartansson3
1 Agricultural University of Poznan, Faculty of Forestry, Póllandi 2Skógrœkt ríkisins
Suðurlandsdeild, 3Rannsóknastöð Skógrœktar ríkisins Mógilsá.
Útdráttur
Markmið verkefnisins var að nota íjarkönnun á gervihnattamyndum og landfræðileg upplýsingakerfi til
að meta útbreiðslu birkis (Betula pubescens) innan girðingar í Þingvallaþjóðgarðinum (50km2).
Ennfremur að kanna ástand skógarins og leggja mat á nýliðun birkis á svæðinu. Notuð var SPOT5
gervihnattamynd til fjarkönnunarinnar og var hún borin saman við gamlar þekjur úr
birkiskógakortlagningu Skógræktar ríkisins og RALA frá áttunda áratugnum. Einnig var gróður
skoðaður á jörðu niðri. Gróðurfari var skipt í fjóra flokka; mosaþembur, graslendi, birkikjarr og
barrskóga. Niðurstaðan var að birkiskógar og kjarr þekja um 22,5 km2 (45,0%), sígrænir skógar 0,2
km2 (0,4%), mosaþembur (14,0%), auk graslenda og annars lands (40,6%). Endumýjun birkiskóga á
sér stað með rótarskotum inni í skógunum, en sjálfsáning birkis er áberandi á svæðum þar sem
gróðurhulan er skemmd vegna jarðvegseyðingar, aurframburðar auk þess að birki breiðist út af fræi í
kring um Valhöll t.d. i klettum og á áreyrum. Ekki er talin ástæða til að ætla að birki eigi undir högg að
sækja í Þingvallaþjóðgarði.
Inngangur
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var afgirtur fyrir um 60 árum síðan m.a. í þeim tilgangi
að vemda birkiskóga á svæðinu. Þar vex i dag nokkuð víðáttumikið birkikjarr á
íslenskan mælikvarða. Umræður hafa verið um ástand birkiskóga í þjóðgarðinum á
Þingvöllum og jafnvel hefur verið talið að skógurinn sé að hopa og að beita þurfi
sérstökum aðgerðum til að endumýja hann. Til að bæta þekkingu ástandi skóglenda í
Þjóðgarðinum og hugsanlega finna svæði þar sem skógurinn ætti undir högg að sækja
var notast við nýlegar SPOT5 loftmyndir og ijarkönnunarhugbúnaður notaður til að
mæla flatarmál mismunandi gróðurfars innan Þjóðgarðsins. Samhliða íjarkönnuninni
var landið skoðað á jörðu niðri og gróðurgreining gerð.
I greininni er stuttlega gerð grein fyrir niðurstöðum verkefnisins, ályktað um hvort og
þá hvaða aðgerða er hugsanlega þörf í Þjóðgarðinum til að viðhalda birkiskógunum.
Efniviður og aðferðir
Við verkefnisvinnuna vora gervihnattamyndir SPOT 5 af Þingvöllum og nærliggjandi
svæðum. Gervihnattamyndimar vora með lOm greiningarhæfni, fj ögra banda
íjölsviðs og 2,5m greiningarhæfni á svarthvíta sviðinu. Allar vora myndimar í ISNET
hnitakerfi. Eftirfarandi myndir vora notaðar: 710_217_floi_ms,
710_217_hagavatn_ms og 710_217_hagavatn_ms +pan_brovey, allar teknar 14.09
2003 um kl. 14:00. Myndin 710_217_floi_ms er tekin af hallandi ramma (e. tilted
frame). Ennfremur vora notuð tölvutækar kortþekjur af birkiskógaúttekt Skógræktar
ríkisins og RALA frá áttunda áratug síðustu aldar sem einnig vora í ISNET hnitakerfi.
Byggir þessi þekja á gögnum sem safnað var fyrir 1990. Kortavinnslu- og
myndgreiningarhugbúnaður ArcGis 8.3, Erdas Imagine 8.6 og ArcView 3.2 vora
notuð í verkefninu.
239