Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 243
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Hekluskógar - flokkun lands og tillögur um aðgerðir
Ama Björk Þorsteinsdóttir1, Björgvin Ö. Eggertsson2, Böðvar Guðmundsson"'3'4,
Garðar Þorfmnsson1’2, Hreinn Óskarsson2'5, Magnús H. Jóhannsson1
og Ása L. Aradóttir1,2
1 Landgræðslu ríkisins, 2Samráðsnefnd um Hekluskóga,3Skógræktarfélagi Arnesinga,
ASuðurlandsskógum, 5Skógrœkt ríkisins
Inngangur
Áætlað er að rúmlega 90 þúsund hektarar lands í nágrenni Heklu verði innan
Hekluskógasvæðisins eða nálægt 1% af íslandi. Stærsti hluti þess er austan Þjórsár í
Rangárþingi ytra, um 83 þús. ha, en vestan árinnar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi em
um 10 þús. ha.
Við endurheimt Hekluskóga verður unnið að stöðvun sandfoks og uppgræðslu lands
til að bæta skilyrði fyrir trjágróður. Birki, gulvíðir og loðvíðir verða gróðursett í lundi
á uppgræddum svæðum, þaðan sem gert er ráð fyrir að þessar tegundir muni sá sér út
á nokkrum áratugum yfir allt svæðið. Þannig miða aðgerðir á svæðinu fyrst og fremst
að því að örva gróðurframvindu, fremur en að um samfellda ræktun verði að ræða
(Samráðsnefnd um Hekluskóga 2005; Ása L. Aradóttir o.fl. 2006).
Á vegum Samráðsnefndar um Hekluskóga hefur starfað vinnuhópur um áætlanagerð
frá því í ágúst 2005. Hlutverk hópsins var að taka saman landupplýsingar og gera
grófa áætlun um aðgerðir fyrir allt svæðið. Hér verður gerð grein fyrir helstu
niðurstöðum þeirrar vinnu. Frekari upplýsingar um Hekluskógaverkefnið er að finna í
skýrslu Samráðsnefndar um Hekluskóga (2005) og á vefsíðu verkefnisins
(www.hekluskogar.is).
Starfssvæði Hekluskóga
Landsvæði fyrirhugaðra Hekluskóga nær yfir alls 92.900 ha (1. mynd). Verkáætlunin
sem hér er kynnt nær hinsvegar til 62.390 ha, sem eru öll svæði sem nú eru friðuð
fyrir búfé ásamt því landi í einkaeign sem þarfnast landgræðslu (rúmlega 9.000 ha)
samkvæmt flokkuninni sem lýst er hér að neðan. Ekki hafa farið fram formlegar
viðræður við landeigendur um þátttöku þeirra í verkefninu, en líklegt má telja að
margir þeirra vilji taka þátt í því og þess vegna nær áætlunin líka til rofsvæða í þeirra
eigu.
Um 70% Hekluskógasvæðisins er nú lítið gróið og á helmingi þess er sandfok og
mikið rof. Um 30% svæðisins er vel gróið land og vex víðir á helmingi þess en birki
er sjaldgæfara þó að fmna megi skógartorfur vaxnar birki.
Landgræðsla og skógrækt hefur verið stunduð víða um Hekluskógasvæðið. Melgresi
hefur verið sáð í sandfokssvæði og hefur það bundið foksand, sáð sér víða út og sums
staðar myndað melhóla. Aðrar tegundir hafa verið notaðar þar sem sandfok er minna,
t.d. lúpína og ýmsar grastegundir, en í þeim sáningum hafa víða skapast ákjósanleg
skilyrði fyrir trjáplöntur. Stærstur hluti Hekluskógasvæðisins er þó nánast gróðurlaus
og þarfnast uppgræðslu til að stöðva sandfok og bæta lífskjör plantna. Á landi sem
þessu er uppgræðsla forsenda skógræktar. Uppgræðslan stöðvar sandfok, eykur lífræn
efni í jarðvegi og kemur af stað lífrænum og ólífrænum ferlum í jarðveginum.
241