Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 250
kolefni með tímanum, heldur er skýringanna að leita í því að melgresissáningar eru fyrst
og fremst notaðar á sandfokssvæðum og safnast sandur fyrir í þeim. Við það grefst bæði
lífmassi og kolefnisríkur jarðvegur niður miðað við jarðvegsyfirborðið og getur þá lent
talsvert fyrir neðan þá 30 cm sem miðað er við í stöðluðum aðferðum við að meta
kolefnisforða. Auk þess myndar melgresið oft hóla og þá verður dreifing kolefnisins um
svæðin ójöfn. Þar sem melgresi er mikið notað í landgræðslustarfi er áríðandi að fmna
nothæfar leiðir til að mæla bindingu kolefnis í slíkum uppgræðslum. Einn möguleiki í því
sambandi er að nota iðuflæðismælingar (Eddy correlation) sem mæla beint flæði kolefnis
milli yfirborðs og andrúmslofts á stærri svæðum (1-10 ha).
Mat á stuðlum fyrir kolefnisbindingu með landgræðslu á Islandi byggir á rannsóknaátaki
sem unnið var á árunum 1998-2000. Gögnin eru þó takmörkuð vegna þess að þau ná
aðeins yfír mjög fá svæði, sem voru m.a. valin með hliðsjón af því að fá hugmynd um
þann skala sem bindingin væri á (mesta og minnsta binding) fremur en að fá einkennandi
úrtak af landgræðslusvæðum innan hvers landshluta. Þar sem niðurstöðumar sýna
allmikinn breytileika í hraða kolefnisbindingar eftir svæðum og uppgræðsluaðferðum,
verður ekki hjá því komist að þróa mismunandi stuðla fýrir mismunandi aðgerðir og
aðstæður. Til þess að renna styrkum stoðum undir þá stuðla þarf viðbótarrannsóknir þar
sem meðal annars verður mæld binding á fleiri svæðum innan hvers landshluta og þess
gætt að við val á úrtaki að hægt sé að yfirfæra rannsóknimar yfir á stærri svæði. Samhliða
þarf að fara fram þróun og uppsetning á vöktunarkerfi þar sem fylgst verði reglubundið
með bindingu á landgræðslusvæðum. I samningaferli Kyoto bókunarinnar beittu
íslendingar sér mjög fyrir viðurkenningu á kolefnisbindingu með landgræðslu og því er
mikilvægt að vel sé staðið að því að staðfesta bindinguna og gera skil á henni.
Heimildir
Andrés Amalds & Anna María Agústsdóttir 2005. Kolefnisbinding og endurreisn landkosta. Frœðaþing
landbúnaðarins 2005: 25-31.
Aradóttir, Á.L., Svavarsdóttir, K., Jónsson, Þ.H. & Guðbergsson, G., 2000. Carbon accumulation in
vegetation and soils by reclamation of degraded areas. Búvísindi 13: 99-113.
Arnalds, O., Guðbergsson. G. & Guðmundsson, J., 2000. Carbon sequestration and reclamation of severely
degraed soils in Iceland. Búvísindi 13: 87-97.
Grétarsdóttir, J., Aradóttir, Á.L., Vandvik, V., Heegaard, E. & Birks, H.J.B., 2004. Long-term effects of
reclamation treatments on plant succession in Iceland. Restoration Ecology 12: 268-278.
IPCC 2003. Good Practice Guidance for Land Use, Land-Use Change and Forestry. Published by the
Institute for Global Environmental Strategies (IGES) for the Intergovemmental Panel on Climate Change
(IPCC).
Ólafur Amalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir Jónsson, Einar Grétarsson &
Amór Ámason, 1997. Jarðvegsrof á íslandi. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Óskarsson, H., Amalds, Ó., Gudmundsson, J. & Gudbergsson, G., 2004. Organic carbon in Icelandic
Andosols: geographical variation and impact of erosion. Catena 56: 225-238.
Sampson, R.N. & Scholes, R.J., 2000. Additional Human Induced Activities. í: Land use, land-use change,
and forestry. A special report of the IPCC. Intergovemmental Panel on Climate Change IPCC. Cambridge
University Press, Cambridge, 181-248.
248