Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 252
þrisvar sinnum árið 2000, þ.e. einni viku, þremur vikum og 10-12 vikum eftir sáningu.
Einnig voru fræplöntur taldar í reitunum í byrjun október 2001.
Áhrif tegunda og meðferða á fjölda fræplantna í sáningatilraununum voru könnuð með
fervikagreiningu (randomized block) fyrir mismunandi úttektartíma. Normaldreifing leifa
var könnuð með Kolmogorov-Smirnov prófi. Tölfræðipróf voru gerð í SPSS, útg. 11.5
(SPSS Inc., Chicago, II., USA).
Niðurstöður
í áburðartilrauninni komu ekki fram
marktæk áhrif af áburðarmeðferðum í
neinni úttekt en talsverður munur var á
hegðun tegundanna tveggja (1. mynd).
Loðvíðiplöntur voru marktækt fleiri en
gulvíðplöntur (Fteg=52,3; P<0,001) við
fyrstu úttekt sem gerð var um viku eftir
sáningu hjá hvorri tegund. Hins vegar
voru gulvíðiplöntumar orðnar fleiri en
loðvíðiplöntumar (Fteg=5,05; P=0,03)
við þriðju úttekt, sem gerð var 10 vikum
eftir sáningu hjá gulvíði og 12 vikum
eftir sáningu hjá loðvíði. í síðustu
úttektinni i október 2001, rúmu ári eftir
sáningu, vom aðeins örfáar víðiplöntur
eftir á lífi í tilraunareitunum. Þá fundust
heldur fleiri plöntur af gulvíði en loðvíði
og heldur fleiri í ábomum en óábomum
reitum en þessi áhrif vom þó ekki
marktæk (Fteg=3,4; P=0,07 og Fáb=0,3;
p=0,89).
í tilraun með áhrif vökvunar á landnám
gul- og loðvíðis (2. mynd) komu fram
marktæk áhrif af vökvuninni í fyrstu
úttekt (Fvökvun=ll,5; P=0,008) og þriðju
úttekt (Fvðkvun=5,8; P=0,04). Hins vegar
var aldrei marktækur munur á milli
tegunda, þó að yfirleitt hafi
loðvíðiplöntur verið nokkuð fleiri en
gulvíðiplöntur við sambærilega meðferð.
Umræða
1. mynd. Breytingar á fjölda fræplantna (meðaltal
og staðalskekkja) í tilraun með áhrif mismunandi
skammta niturs á árangur af sáningu gulvíðis og
loðvíðis á gróðurlitlum mel í Vakalág á Rangár-
völlum.
í tilraununum kom talsvert upp af gulvíði og loðvíði eftir sáningu á gróðurlitlum sandmel
en afföll voru afar mikil. Þessar niðurstöður eru í samræmi við reynslu margra annarra af
beinum sáningum víðitegunda (Walker o.fl. 1986, Bishop & Chapin 1989, Cooper &
MacDonald 2000).
250