Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 255
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Hekluskógar, forsendur og leiðir
Ása L Aradóttir1'2, Hreinn Óskarsson12 og Björgvin Ö. Eggertsson1
1 Samráðsnefnd um Hekluskóga, ~Landgrœðslu ríkisins, ^Skógrœkt ríkisins
Inngangur
Tilgangur Hekluskóga er að verja land umhverfís Heklu fyrir áföllum af völdum öskufalls
með því að endurheimta birkiskóga- og kjarrlendi á stórum, samfelldum svæðum. Mikil
jarðvegseyðing hefur átt sér stað í grennd við Heklu, meðal annars vegna þess að gjóska
frá eldgosum hefur kæft lággróður og fokið af stað. Birkiskógar sem enn halda velli í
nágrenni Heklu bera hins vegar vitni um þau víðáttumiklu skóglendi og frjósömu
vistkerfi sem þar voru eitt sinn. Sagan sýnir að uppblástur varð ekki vandamál fyrr en
skógum í kring um eldfjallið hafði verið eytt, enda þola skógar og kjarr meira gjóskufall
en annar gróður og mynda auk þess skjól.
Hugmyndir um Hekluskóga eru nokkurra ára gamlar en vorið 2005 skipuðu nokkrir aðilar
samráðsnefnd til að vinna að stefnumótun, undirbúningi og fjármögnun verkefnisins. I
hópnum eru fulltrúar frá landeigendum á svæðinu, Skógræktarfélagi Rangæinga,
Skógræktarfélagi Ámesinga, Landgræðslusjóði, Suðurlandsskógum, Landgræðslu ríkisins
og Skógrækt ríkisins. Einnig hafa vinnuhópar um áætlanagerð, rarvnsóknir, skipulagsmál,
kynningarmál og ijármögnun starfað í umboði samráðsnefndarinnar.
Hér er fjallað stuttlega um tegundaval og aðferðafræði Hekluskógaverkefnisins en
ítarlegri umfjöllun um verkefnið er að fmna í skýrslu sem út kom í október síðastliðnum
(Samráðsnefnd um Hekluskóga 2005) og á vefsíðu verkefnisins (www.hekluskogar.is).
Einnig er fjallað um flokkun lands á Hekluskógasvæðinu og tillögur um aðgerðir í þessu
riti (Ama B. Þorsteinsdóttir o.fl. 2006).
Tegundaval og leiðir
Áætlað er að um 90 þúsund hektarar verði innan Hekluskógasvæðisins eða upp undir 1%
Islands. Vikurflákar og sandorpin hraun em útbreidd og á stórum hluta svæðisins er
verulegt sandfok. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að flétta saman landgræðslu- og
skógræktaraðgerðum svo unnt sé að ná árangri við endurheimt skóga. Aðgerðir munu
fyrst og fremst miða að því að örva náttúrulega gróðurframvindu fremur en að um
samfellda ræktun verði að ræða.
Birki, gulvíðir og loðvíðir verða aðaltegundir Hekluskóga, enda mynda þær trjá- og
runnalagið í vistkerfinu og virðast þola öskufall vel. Þær framleiða fræ á unga aldri og em
þekktar fyrir að sá sér hratt út þar sem skilyrði em fyrir hendi. Þá er til staðar reynsla og
þekking á ræktun þessara tegunda við erfið skilyrði svo og efniviður til ræktunarinnar.
Gert er ráð fyrir að nýta markvisst sjálfsáningu birkis og víðitegunda í Hekluskóga-
verkefninu en hún takmarkast einkum af tvennu. Annars vegar eru núverandi skógar-
lundir fáir og dreifðir, sem veldur því að fræregn frá birki og víði nær aðeins til
takmarkaðs hluta svæðisins. Hins vegar er stór hluti svæðisins illa gróinn foksandur
253