Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 271
áburðargjöf (kallað ,,grasmeðferð“) og (ii) birkieyjar í grassáningu með áburðargjöf
(kallað „birkimeðferð”). Að auki eru jarðvegsþættir mældir og gerðar gróðurfars-
mælingar á öllum 10 tilraunameðferðum Landbótar.
Veðurfar os hiti í iarðvezi
A Geitasandi er nú síritandi veðurstöð sem mælir úrkomu, lofthita, loftraka og
ljósgeislun. Gögnin eru skráð í gagnastokk (datalogger) á yfirborði. Jarðvegshitanemar
mæla yfirborðshita og jarðvegshita á völdum dýptum.
Vatn í jarðvesi
Vatnsinnihald jarðvegs er mælt með „capacitance” nemum sem ákvarða magn vatns á
vökvaformi í jarðvegi (Starr & Paltineanu, 2002). Síritandi nemum til að mæla vatns-
spennu í jarðvegi verður komið fyrir í reitunum vorið 2006. Notaðir verða svokallaðir
„heat dissipation“ nemar (Scanlon et al„ 2002). Nemar sem mæla vatnsinnihald og
vatnsspennu eru kvarðaðir sérstaklega fyrir jarðveginn á Geitasandi.
Verið að taka í notkun nifteindatæki (neutron prope; Hignett & Evett, 2002) sem mælir
heildarvatnsinnihald í jarðvegi, þ.e. bæði á vökva- og föstu formi. Tækið mælir vatns-
innihald með því að geisla frá sér nifteindum sem endurvarpast á vatnssameindum.
Nifteindatækið er fyrsta slíka tækið hérlendis og er afar mikilsverð viðbót við tækjabúnað
til að mæla vatnseiginleika jarðvegs í landinu.
ísigshraði (infdtration rate; hversu hratt vatn sígur ofan í jarðveg) er afar mismunandi
eftir jarðvegsgerðum og gróðurfari og er góður mælikvarði á getu vistkerfis til að taka við
úrkomu og leysingavatni (sjá Berglind Orradóttir o.fl., 2006). ísigshraði er mældur í
rörum (cylinder infiltrometer; Bouwer, 1986) sem komið er fyrir í jarðvegsyfirboðinu.
Mælt verður að sumri, vetri og vori til að meta áhrif jarðvegsklaka á ísigshraðann.
Fyrstu niðurstöður og umræður
Skammt er síðan verkefnið hófst en samt hafa áhugaverðar niðurstöður þegar fengist.
Yfirborðs- og jarðvegshiti sveiflast með lofthita á svæðinu og er dagsveifla mest við
yfirborð en minnkar með jarðvegsdýpi. I einum birkireitanna mældist meðaldagssveifla
við yfirborð um 14,7 ± 0,9°C (meðaltal ± staðalskekkja), á 5 cm jarðvegsdýpi um 4,3 ±
0,3°C og á 20 cm dýpi um 1,2 ± 0,2°C á tímabilinu 28. júlí til 7. september. Dagsveifla
jarðvegshita á 1 cm og 5 cm dýpi í viðmiðun (ógróið) fylgir lofthita hraðar og er örlítið
meiri en í uppgræðslumeðferðunum tveimur. Búast má við því að þessi áhrif verði
greinilegri eftir því sem gróðurþekja eykst og veitir meira skjól og aukna einangrun.
Vatnsinnihald jarðvegs sveiflast með úrkomu í öllum reitunum og virðist ráðast af
jarðvegi frekar en uppgræðslumeðferð (1. mynd). Gróft gjóskulag er í jarðveginum sem
hindrar vatnsflæði niður þegar jarðvegur fyrir ofan er ómettaður. Vatnsinnihald í
jarðveginum virðist ráðast af því hve ofarlega þetta lag er. Þannig er vatnsinnihald meira
í reitum þar sem lagið er ofarlega (1. mynd B og D) samanborið við reiti þar sem það er
dýpra (1. mynd A og C). Ljóst er að grófa gjóskulagið hefur afgerandi áhrif á
vatnsbúskap svæðisins.
269