Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 275
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Fok- og þreskitap úr byggi
Bjami Guðmundsson
Landbúnaðarháskóla Islands, Hvanneyri
Útdráttur
í komræktartilraun á Hvanneyri vora á ámnum 2002-2005 gerðar mælingar á fok- og
þreskitapi úr þremur bygg-yrkjum: Arve (6r), Olsok (6r) og Skeglu (2r). Foktapið
reyndist að meðaltali vera um 5% af uppskeru; minna úr tveggjaraða byggi en sexraða
- 4,6% á móti 6,1%. í „meðalárum“ reyndist það að meðaltali aðeins vera 1,8%, og
var munur bygg-yrkjanna þá síst því tveggjaraða í hag. Þriggja ára meðaltal þreskitaps
var 4,3% af uppskeru; minna úr tveggjaraða byggi en sexraða - 2,2% á móti 5,3%. I
óspilltum akri og með óslitnum og vel stilltum sláttuþreskara reyndist þreskitapið
aðeins vera 0,8% (um 20-50 kg koms (þe.)/ha), en um og yfir 13% í föllnu byggi við
erfíðar aðstæður. Þurrefni byggs við þreskingu var 66% að meðaltali (60-72%).
Inngangur
Ein vísasta leiðin til þess að bæta hagkvæmni komræktar hérlendis er að tryggja mikla
uppskem og góða nýtingu hennar. A seinni hluta þroskaskeiðs síns er byggkorn afar
viðkvæmt fyrir stórviðmm. Skurður og þresking er verk sem krefst kunnáttu og góðra
véla eigi komtapið að haldast innan hóflegra marka (Heir 1998; Lárus Pétursson
1999). Hér verður sagt frá mælingum á korntapi á akri, annars vegar því sem verður úr
öxum, m.a. vegna veðra, og hins vegar því sem verður við sjálfa þreskinguna.
Tilgangur mælinganna var að fá rökstudda hugmynd um fok- og þreskitap úr byggi
við hérlendar aðstæður svo og hvað einkum ýtir undir það, til þess að því megi halda
innan ásættanlegra marka.
Efni og aðferð
Mælingar voru gerðar á tilraunaökmm á Hvanneyri á haustin 2002-2005. I
tilraununum sem vom tengdar komræktarverkefni Lbhl, er Jónatan Hermannsson
stjómar, vom reynd ýmis byggyrki. Til þeirra mælinga, sem hér verður sagt ffá, voru
valin yrkin Arve (6r), Olsok (6r) og Skegla (2r). Ræktunarreitir vegna þessara mælinga
vom h.u.b. 20 x 8 m, þannig að ná mætti fullri skárabreidd sláttuþreskjara á þeim og
nægjanlegri lengd til eðlilegrar vinnslu hans í hverju byggyrki.
Komtapið var mælt þannig: Tap úr öxum af völdum foks og annarrar veðmnar var
mælt með því að taka af hendingu ákveðinn fjölda axa (10) á þremur stöðum á
hverjum ræktunarreit. Síðan var talinn íjöldi auðra fullþroskaðra axkomsæta í hverju
273