Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 282
Athugunin gefur hugmynd um þau takmörk sem byggja þarf á ákvörðun um afköst vélagengis
vegna heyskapar. I flestum árum eru það tvær fyrstu tugvikur athugunartímabilsins, 21.-30.
júní og 1 .-10. júlí, sem spanna kjörtíma fyrri sláttar þótt spretta og þroski grasa geti hnikað
háheyskapartímanum ögn til. A því tímabili varðar mestu að fá sem flesta þurrkdaga. Að
meðaltali voru þá til ráðstöfunar 8,2 dagar á árabilinu 1996-2005, staðalfrávikið var 3,1 dagur,
svo vikmörkin x ± s væru því 5,1 - 11,3 dagar. Innan þeirra ættu % áranna að liggja, ef gengið
er út frá normaldreifmgu ársgilda. Sé nú gert ráð fyrir að hver dagur gefi 10 vinnustundir,
yrðu verktími og afkastakrafa til gengis heyvinnuvélanna þessi með samanburði við bestu
veðurskilyrði:
Þurrkdagar Verktími Afkastakrafa
á fyrri slœtti alls, klst til vélagegnis
5 50 2,3 x
7 70 1,6 x
9 90 1,2 x
11 110 1,0 x
Afkastakröfunni má að nokkru marki mæta með skipulagi heyverka en miklu af henni verður
aðeins svarað með viðeigandi afkastagetu dráttar- og heyvinnuvéla. Kostnað við hana
(FK+BK) verður hins vegar að vega á móti þeim tekjum sem aukin heyskaparafköst mundu
skila.
Þeirri flokkun daga eftir heyskaparkostum, sem hér hefur verið notuð, má beita á veðurgögn
sem þegar er safnað á veðurstöðvunum. Þannig ætti að mega fá glögga mynd af veðurfærum
til heyskapar í flestum sveitum landsins. Hún gæti orðið gagnleg við skipulagningu ræktunar
og heyöflunar sem og ráðslag um vélagengi; fjárfestingu í nauðsynlegum vélum, tækjum og
byggingum.
Unnið er að hliðstæðri athugun veðurfæra til komskurðar með sambærileg not í huga.
Heimildir
Bjami Guðmundsson 1970. Torking av hay og muligheter for denne metoden under islandske værforhold.
Prófritgerð (Lic.agr./dr.scient) við Inst. for maskinlære, NLH, 136 bls.
Bjami Guðmundsson 1972. Þurrkun heys á velli. Ráðunautaráðstefna 20.-25. marz 1972. 5 bls. fjölr.
Bjami Guðmundsson 1976. Hegðun regnsins í Borgarfirði 1974. Bsk. Hvanneyri. Fjölrit nr. 13, 14 bls.
Hunt, D., 1995. Farm Power and Machinery Management. Iowa State University Press. Ames. 363 bls.
Trausti Jónsson 1986. Veðurfar á höfuðborgarsvœðinu. Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins. 26 bls.
Trausti Jónsson 2002. Urkomumælingar í Borgamesi og nágrenni á árunum 1982-1988. Veðurstofa
íslands. VÍ-ÚR17. 7 bls.
Witney, B., 1988. Choosing and Using Farm Machines. Longman Sci. and Tech. 412 bls.
280