Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 284
Hrollleifsdalsafréttur
Hrollleifsdalsafréttur er í fremri hluta Hrollleifsdals, sem gengur upp af Sléttuhlíð. Hann
er sæmilega vel gróinn. Afrétturinn er nýttur fyrir sauðfé og hross úr Sléttuhlíð og er
frjáls upprekstrartími á hvorutveggja (Bjami Maronsson, 2003). Hrossafjöldi hefur verið
breytilegur eftir ámm en er venjulega um 60 hross (Steinunn Anna Halldórsdóttir, 2005).
Stærð 3.700 ha (Hjalti Þórðarson, 2006).
Unadalsafréttur
Unadalsafréttur er mestur hluti Unadals. Mikið undirlendi er í afréttinum og nær hann yfir
nokkur gömul eyðibýli. Fjallshlíðar em vel grónar og dalurinn mjög grösugur. Afrétturinn
er nýttur fyrir sauðfé og leyft er að reka þangað 120 hross. Upprekstrartími fyrir sauðfé er
frjáls á vorin og upprekstur hrossa leyfður um mánaðarmót júní/júlí. Upprekstrarréttur
tilheyrir Hofsósi og Höfðaströnd. Sauðfé er réttað um miðjan september og hross um
mánaðarmót sept/okt. Eftir göngur era stundum sett allt að 70 hross í afréttinn og höfð
þar í tvo mánuði (Bjami Maronsson, 2003). Stærð 6.800 ha (Hjalti Þórðarson, 2006).
Deildardalsafréttur
Deildardalsafréttur er í framhluta Deildardals. Að mestu grónar fjallshlíðar. Afrétturinn er
notaður fyrir sauðfé og leyfilegt er að reka þangað 100 hross um miðjan júlí. Sú heimild
hefur ekki verið fullnýtt hin síðari ár Féð er réttað í fyrri hluta september og hross í lok
þess mánaðar. Upprekstrarréttur tilheyrir Deildardal og Óslandshlíð. (Bjami Maronsson,
2003). Stærð 6.100 ha (Hjalti Þórðarson, 2006).
Kolbeinsdalsafréttur
Kolbeinsdalsafréttur er fremri hluti Kolbeinsdals og afdalir frá honum. Undirlendi er
töluvert, fjallshlíðar em skriðumnnar og vel grónar. Ólafur Amalds o.fl. (1997) telur þó
að grannt þurfi að fylgjast með ástandi gróðurs og jarðvegsrofi á þessum slóðum, ma.
vegna jarðsils og mela. Afrétturinn er nýttur fyrir sauðfé og um 400 hross úr Hóla- og
Viðvíkurhreppum.. Óformleg ítala var sett á hross árið 1977 og beitarstýring er innan
afréttarins varðandi hrossabeit. Upprekstrartími fjár er um miðjan júní og hrossa um 20.
júlí. Sauðféð er réttað í fyrri hluta september og hross í lok september (Bjami Maronsson,
2003). Stærð 15.300 ha (Hjalti Þórðarson, 2006).
Silfrastaðaafréttur
Silfrastaðaafréttur er í fjalllendinu sunnan byggðar í Blönduhlíð. Dalir og fjallaskörð.
Undirlendi er fremur lítið og afrétturinn liggur yfirleitt hærra en þeir afréttir sem fyrr era
nefndir. Sæmilega gróinn víðast. Afrétturinn er nýttur fyrir sauðfé og heimilt er að reka
þangað 120 hross. Sú heimild er ekki notuð til fulls hin síðari ár. Upprekstrarréttur
tilheyrir Akrahreppi. Hluti afréttarins, Öxnadalsheiði, hefur verið friðaður fyrir hrossabeit
frá árinu 1997. Upprekstrartími ljár er um miðjan júní og hrossa uppúr miðjum júlí. Fé og
hross era réttuð um miðjan september (Bjarni Maronsson, 2003). Stærð 18.600 ha (Hjalti
Þórðarson, 2006)
282