Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 288
umhverfi og að hún falli illa að öðrum markmiðum með skógrækt en viðarframleiðslu.
Jafnframt hefur verið gagnrýnt að þar sem heilar landslagsheildir eru klæddar svona
skógalundunr af einni tegund verði líffræðilegur ijölbreytileiki minni en efni standa til,
þar sem lífverur aðlagaðar öðrum trjátegundum eða eldri trjám finni sér ekki búsvæði við
hæfi (Peterken 2001). Þetta hefur valdið því að í nágrannalöndum okkar fer nú fram
umræða og vissar aðgerðir til að varðveita ákveðin tré við lokahögg. Einnig er þar mikill
áhugi á að auka tegundablöndun (t.d. hlutfall lauftrjáa) í skógrækt. ísland er ekki eyland í
skógræktarmálum og á síðasta áratug hefur tegundablöndun stóraukist hér í
nýskógræktinni. Það er þó ekki sama hvaða tegundir eru settar saman í skógarlund. I
nytjaskógrækt er best að velja saman tegundir sem hafa ólíkan vaxtarferil, t.d. hraðvaxta
ljóselska frumherjategund og skuggþolna og hægvaxta síðframvindutegund (Smith et al.
1997). Þá lýkur sú hraðvaxta vaxtarferli sínum mun fyrr og er höggvin og sú hægvaxta
tekur við.
Hér á landi hafa fremur litlar rannsóknir verið gerðar á áhrifum tegundablöndu á
viðarvöxt og aðrar afurðir skógræktar. Þetta er þó mjög brýnt rannsóknaefni því hér erum
við oft að vinna með öðruvísi tegundasamsetningu en notuð er á sömu breiddargráðum
austanhafs og vestan, og því er lítið um erlendar rannsóknir sem eru samanburðarhæfar.
Eftir umtalsvert samráð innan skógræktargeirans urðu menn sammála um að
rannsóknaspumingar tengdar mismunandi skógarumhirðu og tegundablöndun væm mest
spennandi vettvangur fyrir LT-verkefnið. Meginmarkmið LT-verkefnisins era því þijú,
fyrir utan það að skapa aðstæður til margra ótilgreindra nýrra verkefna í framtíðinni á
rannsóknareitunum:
a) Hvaða áhrif hefur tegundablöndun í skógrækt á viðarvöxt, kolefhisbindingu og
lífffæðilegan fjölbreytileika (Suður- og Austurland).
b) Hver era langtímaáhrif mismunandi upphafsþéttleika á viðarvöxt og viðargæði
rússalerkis, mest notuðu trjátegundar til nytjaskógræktar á íslandi (A-land).
c) Hver er hámarks vaxtarhraði trjátegundanna sitkagrenis, stafafura, alaskaaspar og
íslensks birkis við reglulega áburðargjöf með kjörblöndu áburðarefna (S-land).
Aðferðir
Tilraunin var gróðursett í tveimur landshlutum, á Suðurlandi og Austurlandi.
Fjöldi reita í blokk 16
Fjöldi blokka 4
Fjöldi reita alls 72
Stærð reita 0,5 ha
Nettóstærð blokkar 8 ha
Nettóstærð tilraunar 32 ha
1. mynd. Meðferðir í hverri blokk í LT-tilrauninni í Gunnarsholti á Rangárvöllum. G =
sitkagreni, B = ilmbjörk, Ö = alaskaösp, F = stafafura, A = alaskavíðir, V=gulvíðir og
tölur tákna hlutfallslega tegundablöndun. Upphafsþéttleiki var um 3200 tré/ha. Notuð var
hending til að velja reitum stað innan hverrar blokkar.
G B Ö F
G B Ö F
G50:B50 G50:A50 G50:Ö50 G50:F50
G75: B25 B75:V25 G75:Ö25 G7s:F25
286