Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 289
Tilraunauppsetning
Landgræðsla ríkisins lagði til land undir tilraunina í Gunnarholti á Rangárvöllum. Alls
voru útbúnir 72 hálfs hektara rannsóknareitir með sitkagreni, stafafuru, ilmbjörk og
alaskaösp og blöndu af þessum tegundum (1. mynd). Tvær blokkir voru settar niður i
beitarstykki í landi foms eyðibýlis, Spámannsstaða, sem tilheyrir nú Gunnarsholti. Hefur
þetta svæði fengið nafnið Spámannsstaðaskógur. Hinar tvær blokkimar vom settar niður í
gamlan lúpínuakur í landi Ketilhúshaga sem einnig er nú hluti af Gunnarsholtsjörðinni.
Það svæði hefur fengið nafnið Ketluskógur. Sérstök gróðursetningarvél í eigu
Landgræðslunnar var notuð til að plægja landið og gróðursetja grenið, öspina og birkið í
júní 2002. Stafafura var handgróðursett i reitina vorið 2003.
A Austurlandi var tilrauninni skipt upp á ijórar jarðir skógarbænda sem era þátttakendur í
Héraðsskógum og var gerður sérstakur samningur við bænduma og Héraðsskóga um
verkefnið. Ein blokk var gróðursett á hverja skógarjörð, sem vora Litla-Steinsvað í
Hróarstungu, Hjartarstaðir í Eyðaþinghá, Mjóanes í Skógum og Sturluflöt í Fljótsdal.
Lerkið, grenið og birkið var gróðursett með plöntustaf eða geispu vorið 2002, eftir að
landið hafði verið jarðunnið með kullu, nema á Sturluflöt þar sem engrar jarðvinnslu var
þörf. Stafafuran var síðan gróðursett vorið 2003.
Úttektir
fslenskur nemandi í skógræktarverkfræði við skógræktardeild Yrkeshögskolan í Ekenás í
Finnlandi stjómaði framkvæmdum og vann lokaverkefni (4. árs verkefni) um áhrif
mismunandi aðferða við gróðursetninguna á lifun og vöxt grenis, aspar og birkis í
Gunnarsholti (Björgvin Eggertsson 2004). Hann mat lifiin grenis, birkis og aspar eftir
fyrsta vetur (vorið 2003). Vorið 2004 var gerð ný úttekt á lifun allra trjátegunda í LT-
verkefninu á Suðurlandi. Þá vora valdir með hendingu 3 plógstrengir í hverjum
tilraunareit (um Í0% úttak), lifandi plöntur taldar og ástæður affalla metnar. A
Austurlandi vora tveir 100 m2 hringlaga reitir lagðir út í hverjum tilraunareit sem innihélt
aðeins eina trjátegund. Lifandi plöntur vora taldar og leitað var af leyfum dauðra plantna
og reynt var að meta ástæður affalla.
L5000 L3500 L2000 Liooo
B L50:B50 L75:B25 L90:B'°
G L25:G75 O O o’ ’ L75:G25
F L50:F50 L75:F25
Fjöldi reita í blokk f5
Fjöldi blokka 4
Fjöldi reita alls 60
Stærð reita 0,5 ha
Nettóstærð blokkar 7,5 ha
Nettóstærð tilraunar 30 ha
2. mynd. Meðferðir í hverri blokk í LT-tilrauninni á Fljótsdalshéraði. L = rússalerki, G =
sitkagreni, B = ilmbjörk, F = stafafura og upphækkaðar tölur tákna hlutfallslega
tegundablöndun. Upphafsþéttleiki var um 3500 tré/ha, nema annað sé tekið fram með
niðurlækkuðum tölum. Notuð var hending til að velja reitum stað innan hverrar blokkar.
287