Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 299
eru allir grónir yfirborðsflokkar, en ógróið land í þessum útreikningi samanstendur af
hálfgrónu landi og lítt grónu landi í flokkun Nytjalands. Flokkamir vom sameinaðir með
reikniaðferð (Recode) í Erdas hugbúnaði, en með þeirri aðferð er hverjum flokki gefið
nýtt gildi. Öllum grónum flokkum var gefið gildið 1 og ógrónir flokkar fengu gildið 2. I
þessari flokkun fá ský gildið 2. Eina skýjaða svæðið var yfir vestanverðum Tröllaskaga
(sjá 1. mynd) og af þeim sökum gætu gróðurmörk verið lægri þar en ella. Hæðarlíkan
með 10 m upplausn var skipt upp í 100 m hæðarbil með reikniaðferð í ArcGIS
hugbúnaði. Reikniaðferðin gengur út á að gefa hverju hæðarbili nýtt gildi, t.d. fengu allar
myndeiningar með gildi 600 til 700 eitt og sama gildið. Það gildi var síðan lagt saman
við yfirborðsflokkun Nytjalands, en með því móti fékkst hlutfall gróins og ógróins lands
innan þessa svæðis. Gróðurmörk svæðis vom sett þegar hlutfall ógróins lands náði 70 %
innan ákveðins hæðarbils. Að lokinni greiningu vom svæði hvers landshluta sameinuð
með reikniaðferð (Mosaic) í Erdas hugbúnaði, en þá verða svæðin að einni þekju.
Reiknað var vegið meðaltal gróðurmarka fyrir hvem landshluta. Svæðin innan hvers
landshluta era misstór og vom stærri svæðin látin vega þyngra en þau minni.
Við framsetningu gagnanna vom dregnar jafnhæðarlínur sem gefa til kynna sveiflur í
gróðurmörkum milli svæða, en staðsetningar jafnhæðarlínanna vom dregnar með hliðsjón
af útreiknuðum gróðurmörkum. Jafnhæðarlínumar vom dregnar til að sýna ákveðið
mynstur frá einum stað til annars en eru ekki nákvæm gróðurmörk. Hæðarlíkan var notað
til að búa til skyggingar í landslagi (shaded relief), en það var gert með Erdas hugbúnaði.
Skyggingar miðast við að sólin skíni úr norðvestri, undir 45° homi.
Niðurstöður
Reiknuð var meðalhæð gróðumiarka fyrir hvert svæði. Eins og gögn í 1. töflu gefa til
kynna em gróðurmörkin hæst á Austfjörðum, en lægst á Vestfjörðum. Mesta spönn
gróðurmarka er á Norðurlandi, en þar er 550 m munur á lægstu og hæstu gróðurmörkum.
1. tafla. Meðalhæð gróðurmarka fyrir hvern landshluta.
Vegið meðaltal Spönn
Vestfirðir 575 m 450 m - 700 m
Mið - Norðurland 621 m 300 m- 850 m
Austurland 730 m 600 m - 800 m
Tekið var N-S þversnið um Tröllaskaga og Austfirði, en A-V snið fyrir Vestfirði. Sniðin
á Tröllaskaga og Austfjörðum spanna eina breiddargráðu, en á Vestijörðum rúmlega eina
og hálfa breiddargráðu (sjá 1. mynd). Niðurstöður í 2. töflu sýna að almennt hækka
gróðurmörk eftir því sem sunnar dregur, en þegar komið er upp á hálendi suður af
Tröllaskaga lækka gróðurmörkin á ný. Hæstu gróðurmörk á Mið-Norðurlandi eru í
hlíðum Glerárdals, um 750 m og í fjöllum vestan Skagafjarðar, en þar em gróðurmörkin
frá 750 upp í 850 m. Á Austfjörðum em lægstu gróðurmörkin nyrst, þ.e. í
Borgarfjarðarfjöllunum og hækka almennt eftir því sem sunnar dregur. Hæstu
gróðurmörkin á Austfjörðum fínnast ofan Breiðdalsvíkur, um 800 m. Á Vestfjörðum eru
gróðurmörkin lægst á Ströndunum, um 450 m, en nokkuð hærri í Reiphólsfjöllum.
297