Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Side 303
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Efnasamsetning geitamjólkur
Bragi Líndal Ólafsson1, Jóhanna Þorvaldsdóttir2, Eiríkur Blöndal3
Landbúnaðarháskóla íslandsl, Háafelli, Hvítársíðu2, Búnaðarsamtökum Vesturlands
Á íslandi eru nú um 350 geitur skráðar og greiddur er stofnvemdarstyrkur á hverja fullorðna
geit að ákveðinni bústærð. Stofninn er talinn í útrýmingarhættu og hefur gengið afar hægt að
fjölga geitunum. Skipuleg nýting geitaafurða er ekki til staðar og eru geitumar nær eingöngu
haldnar sem gæludýr eða tómstundabúskapur. Nauðsynlegt er að kanna möguleika á nýtingu
afurða af geitum ef takast á að efla og varðveita stofninn til framtíðar eins og skylt er
samkvæmt alþjóðasamningum. Geitamjólk er mjög víða nýtt erlendis ekki síst til ostagerðar
og em geitur ræktaðar til mjólkurframleiðslu víða í Evrópu. Lítið er vitað um samsetningu
geitamjólkur á íslandi og ekkert er vitað um breytileika próteina í geitamjólkinni. Forsenda
skynsamlegrar nýtingar á mjólkinni er að afla þekkingar um eiginleika hennar.
í mjólk geita finnast aðallega sex prótein. Kaseinin em fjögur, asl, þ, as2 og k-
kasein, og fmnast erfðavísamir fyrir þeim í þessari röð á 250 kílóbasa svæði á litningi númer
6. Er þetta svipað fyrirkomulag og hjá kúnni. Mysupróteinin em (i-lacotóglóbúlín og a-
lactalbúmín. Kaseinerfðavísamir liggja þétt saman og erfast gjaman sem haplótýpur eða
setraðir. Eiginleikar próteins í mjólkinni fara því ekki aðeins eftir því hvaða erfðavísar em til
staðar í hverju sæti heldur líka hvaða erfðavísar fínnast í hinum sætunum innan setraðarinnar.
Vorið 2005 hófst verkefni sem hefur það að markmiði að kanna og skilgreina
erfðabreytileika mjólkurpróteina í íslenskum geitum, með tilliti til mögulegrar nýtingar
mjólkurinnar. Þegar hafa verið tekin um 135 mjólkursýni en stefnt er að því að halda áfram
sýnatöku vorið 2006 og ná sýnum úr nánast öllum stofninum.
Greiningar á próteinum verða unnar með sömu aðferð (isoelectric focusing) og notuð hefur
verið við rannsóknir á kúamjólk hjá LBHI á Keldnaholti.
Á Háafelli í Hvítársíðu var fært frá geitum síðastliðið sumar og þær mjólkaðar
reglulega. Þar vom tekin sýni úr morgunnyt allra mjólkandi huðna 9. ágúst. Sýnin vom
efnagreind hjá Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins. Niðurstöður fyrir þær huðnur sem
kiðlingar komust ekki til að sjúga era birtar í 1. töflu.
1. tafla. Efnasamsetning geitamjólkur við morgunmjaltir á Háafelli 9. ágúst, 2005.
Morgunnyt Fita Prótein Kasein Mjólkursykur Prótein/fita Kasein/prótein
n = 34 ml % % % %
Meðaltal 634 3,68 3,17 2,57 4,57 0,87 0,81
Meðalfrávik 155 0,41 0,31 0,25 0,16 0,12 0,006
Hæsta gildi 1000 4,38 3,77 3,05 4,92 1,10 0,83
Lægsta gildi 300 2,83 2,65 2,16 4,29 0,71 0,80
301