Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 305
Aðferðir
Rannsóknarsvæði
Rannsóknin fór fram á Skeiðarársandi sumarið 2005. Tvö rannsóknarsvæði voru
valin, neðan þjóðvegar 1 þar sem gróðurþekja var undir 5%, gróður talinn í örri
framvindu og yfirborð frekar öldótt þar sem sléttlendi og lægðir skiptust á, svæði A
(63°57’N; 017°09’V) og svæðis B (63°57’N; 017°11’V).
Fræforði í jarðvegi
A hvoru svæði voru 10 snið (10 m löng) valin tilviljunarkennt og jarðvegssýnum
safnað. Helmingur sniðanna var lagður út í lægðum og helmingur á sléttlendi milli
lægðanna. Á hverju sniði voru 15 jarðvegssýni (5,3 cm í þvermál* 5 cm á dýpt) tekin,
fimm hlémegin við stein, fimm hlémegin við þúfu og fimm viðmiðunarsýni sem tekin
voru þar sem ekki var skjól. Sýnum var dreift í 0,5 cm lag ofan á 3 cm lag af
dauðhreinsaðri mold í 19,5*13,5 cm bakka í gróðurhúsi Grasagarðsins í Reykjavík.
Sýnin voru vökvuð reglulega. Uppkoma kímplantna var skráð vikulega í 15 vikur,
kímplöntur voru merktar með vír og greindar til ættkvíslar, tegundar eða hóps.
Náttúruleg uppkoma
Á hvoru svæði voru afmarkaðir 10 tilviljunarkenndir reitir (10*10 m), fimm í lægðum
og fimm á sléttlendi. Innan hvers reits voru tilviljunarkennt lagðir út 12, 0,5*0,5 m
rammar. Dagana 1.-5. júlí 2005 voru kímplöntur í römmunum merktar með vírhring
og greindar til ættkvíslar, tegundar eða hóps. Háð þéttleika kímplantna, voru plöntur
greindar í ýmist 25, 50 eða 100% rammans. Uppkoma og lifun var aftur skráð 22-24.
ágúst 2005.
Niðurstöður
Fræforði í jarðvegi
Alls spíruðu 262 fræ úr jarðvegssýnunum eða að meðaltali 798 kímplöntur/m2.
Meirihlutinn reyndist vera hundasúra (Rumex acetosella; 419/m2), töluvert var af
grasleitum tegundum (208/m2) og aðeins af blóðbergi (Thymus praecox ssp. arcticus;
57/m2) og melablómi (Cardaminopsis petraea; 51/m2). Aðrar tegundir sem komu upp
voru birki (Betulapubescens), músareyra (Cerastium alpinum), möðrur (Galium spp.),
bláklukka (Campanula rotundifolia), geldingahnappur (Armeria maritima), nórur
(Minuartia spp.), lambagras (Silene acaulis) og holurt (Silene uniflora).
Heldur meiri fræforði var í jarðvegi á svæði B (453/m2) en A (348/m2). Munurinn á
milli svæða var þó ekki marktækur (df=l; p=0,081). Lítill munur var á fræforða í
lægðum (405/m2) og á sléttlendi (396/m2). Marktækur munur var aftur á móti á
fræforða hlémegin við steina eða þúfur annarsvegar og frá bersvæðum hinsvegar
(df=2, p=0,001; l.mynd).
Náttúruleg uppkoma
Alls fundust 2.190 kímplöntur í tilraunarreitum sumarið 2005, að meðaltali 36,5
plöntur/m2. Ríflega tvær af hverjum þremur kímplöntum voru hundasúra (68%;
24,7/m2) grasleitar tegundir voru um 14% (4,9/m2 ), melablóm um 8% (2,9/m2) en
aðrar tegundir voru alls 10%. Heldur fleiri kímplöntur komu upp á svæði B (22/m2) en
svæði A (11/m2) og meira var af kímplöntum í lægðum (19/m2) en á sléttlendi
303