Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 312
hæðarmarka. Nokkrar jarðir teljast stærri en 10 000 ha, en þær eru ekki með í grafmu til að auka upplausn
þess..
Þegar litið er til landsins alls, er sjáanlega ekki samhengi á milli íjölda ærgilda og
landgæða. Sjáanlegt er einnig að nokkrar jarðir eru með afar stóran stofn (>1500 ærgildi)
en eru þó ekki meðal landstærri jarðanna (eru < 2000 ha). Hins vegar eru margar jarðir
sem eru með fá ærgildi og eru með góð landgæði (< 2) og teljast stórar (>2000 ha).
Fróðlegt er að skoða þetta samhengi eftir landshlutum (2. tafla). Einvörðungu er miðað
við land 400 m hæðar til að undanskilja land hátt til fjalla o.s.frv.
Landshluti fjöldi jarða meðal stærð (ha) meðal landgæði meðal fjöldi ærgilda
Vesturland 454 533 2,06 269
Vestfirðir 121 975 2,38 248
Norðvesturland 380 484 1,75 334
Norðausturland 446 707 1,71 209
Austurland 361 713 2,09 244
Suðurland 732 405 1,75 259
2. tafla. Stærðir, landgæði og fjöldi ærgilda (sauðfé og hross) eftir landshlutum. Hafa ber í huga að ekki
eru allar jarðir landsins eða jarðir í gagngrunninum í þessu úrtaki, en flestar.
Landgæði í heimalöndum eru samkvæmt þessum útreikningum að meðaltali best á
Suðurlandi og Norðvesturlandi, en þama em afféttalönd ekki meðtalin. Ærgildin em flest
á Norðvesturlandi. Þar em einnig vel grónir afréttir og má því vænta að álag sé þar hvað
minnst. Keyrslur fyrir hvem landshluta eins og sýndar em á 1. mynd leiddu ekki í Ijós
samhengi á milli ærgilda og landgæða eða landstærða, nema hugsanlega á
Norðvesturlandi. Það kann hins vegar að breytast, séu afréttarlönd tekin með í
reikninginn, og verður það gert á næstunni.
Fjallað er um landstæðir af Fanney Ósk Gísladóttur o.fl. (2006) í gagnagmnni Nytjalands
á þessu Fræðaþingi. En hér er rétt að benda á að þessi meðaltöl (2. tafla) em nokkuð
varhugaverð vegna afar breytilegra landstærða á milli sveitarfélaga innan landshlutanna.
Sem dæmi má nefna að margar jarðir í Skagafirði em víða hlutfallslega smáar (555 ha að
meðaltali í Sveitarfélaginu Skagafirði) á meðan húnverskar jarðir eru að meðaltali mun
stærri (700 ha að meðaltali í Húnaþingi Vestra). Sama á við um Norðausturland, þar sem
jarðir í Eyjafírði em að meðaltali hlutfallslega minni en jarðir í Þingeyjarsýslum (t.d 413 í
Eyjafjarðarsveit, en 725 ha að meðaltali í Þingeyjarsveit). Sama á við um Suðurland þar
sem jarðir em margar hlutfallslega smáar á Suðurlandsundirlendi samanborið við jarðir í
Skaftárhreppi og Homaljarðarsveit (Fanney Ósk Gísladóttir o.fl., 2006).
310
J