Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 317
leiðni þar má skýra með því að suðurhluti hreppsins er innan eldvirka beltisins,
jarðvegur er þar sendinn og vindrof mjög virkt (Olafur Arnalds 1997). A Melrakka-
sléttu gætir veðurfarsáhrifa meira. Þar er mjög vindasamt og sumarhiti lægri en víðast
annars staðar á landinu (Markús A. Einarsson 1976) og gróðurframleiðni þar, þ.a.l.
minni en í skjólsælli sveitum. Stórar jarðir í austanverðum Skaftárhrepp og vestanvert
í Sveitarfélaginu Homafírði em láglendar og veðurfarsaðstæður gefa tilefni til mikillar
gróðurframleiðni (Markús A. Einarsson 1976), en þar hefur nálægðin við jökul og
eldfjöll takmarkandi áhrif. Sandar em þama útbreiddir og jarðvegsrof víða mjög virkt
(Ólafur Amalds o.fl. 1997). Samanburður myndanna sýnir einnig að, þar sem mikið er
um fjöll t.d. á Vestíjörðum og Austfjörðum fer saman, fremur stórar jarðir og lítil
gróðurframleiðni. Þetta tvennt fer ekki eins vel saman við Eyjafjörð. Þar er mikið um
fjöll, en það kemur ekki fram í hárri meðalstærð jarða. Skýrist það af því að undirlendi
er meira við Eyjafjörð en víðast í fjörðunum fyrir austan og vestan og fjalllendið er
því minni hluti margra jarða. Ahrif hæðar í landinu koma fram víðar, t.d. em heldur
stærri jarðir í þeim sveitum sem hærra liggja í Borgarfírði, Húnavatnssýslum og í
Skagafírði, en á láglendinu í sömu sveitum. Gróðurframleiðni á efstu jörðum í
Borgarfirði og á Suðurlandsundirlendinu er einnig minni en í lágsveitunum.
Staðsetning með tilliti til aðfanga og sölu afurða er mikilvæg, enda þótt stuðningskerfi
landbúnaðar hafí máð slík áhrif út að nokkm á undanförnum áratugum. Þar sem
bújörð er vel í sveit sett, stutt á markað og eftir þjónustu, kann að vera meiri
þrýstingur á að jörðum sé skipt og stofnað til nýrra býla. Landamerkjauppdrætti er
ekki lokið fyrir Árborg og Sveitarfélagið Ölfus, en að jafnaði eru fremur litlar jarðir á
Suðvesturlandi og einnig í sveitunum umhverfís Akureyri. Stærstu jarðimar liggja
hins vegar fjarri stómm þéttbýlisstöðum eins og á Norðausturlandi og í Skaftárhrepp
og vestur hluta Sveitarfélagsins Hornafírði.
Landamerki jarða taka sífellum breytingum. Algengast er þá að jörðum er skipt, t.d.
milli erfíngja eða hluti jarða er seldur. Einnig verða sameiningar, t.d. bóndi tryggir sér
aðra jörð fyrir sinn búrekstur. Sum landameki hafa þó haldist óbreytt frá ómunatíð.
Haraldur Matthíasson (1982) hefur borið saman landamerki eins og þau vom á
ofanverðri 20. öld við lýsingar Landnámu og hann komst að því að mörg landamerki
hafa haldist óbreytt allar götur síðan. Einnkum á það við um merki sem em glögg frá
náttúrunnar hendi svo sem ár og fjöll.
Heimildir
Haraldur Matthíasson 1982. Landið og Landnáma I og II bindi. Reykjavík. Öm og Örlygur.
Markús Á. Einarsson 1976. Veðurfar á Islandi. Reykjavík. Iðunn.
Ólafur Amalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeri Jónsson, Einar Grétarsson og
Amór Ámason 1997. Jarðvegsrof á Islandi. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnað-
arins, Reykjavík.
Sigmar Metúsalemsson, Ólafur Amalds, Fannaey Ósk Gísladóttir, Bjöm Traustason og Einar Grétars-
son 2006. Landgæði bújarða, með tilliti til gróðurfars. Frœðaþing landbúnaðarins 2006: 406-409.
315