Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 332
Tilraunimar em þannig skipulagðar að í þeim em tíu blokkir og í hverri blokk kemur
hver klónn einu sinni fyrir, fjórar plöntur í röð. I hverri tilraun em því 40 plöntur af
hverjum klóni. Tveir metrar em á milli plantna í röð og þrír metrar á milli raða.
Niðurstöður og umræður
Haustið 2005 var mæld hæð og lifun á tilraunastöðunum þremur. I heildina má segja
að vemlegur munur er á stöðunum hvað hæðarvöxt áhrærir. A Læk í Dýrafirði var
meðalhæð hæsta klóns undir tveimur metmm og aðeins tíu klónar náðu meðalhæð yfir
150 sm. Það vom klónamir ‘Brekkan’, 83-14-36 (‘Óðinn’), ‘Laugarás’, ‘Pinni’,
‘Rein’, ‘Sæland’, 79-04-001, 79-11-004, ‘Súla’ og ‘Salka’. Ekki er þó mikill munur
(og ekki tölfræðilega marktækur) innbyrðis á þessum klónum, né heldur í samanburði
við 12 næstu klóna. Lifun er góð (yfír 80%) hjá báðum 79-klónunum og einnig er góð
lifun hjá ‘Brekkan’, 83-14-36, ‘Laugarási’, ‘Pinna’ og ‘Súlu’. Af þekktari klónum
kom ‘Keisari’ einnig vel út hvað varðar vöxt og lifun.
í Þrándarholti vom sautján hæstu klónar marktækt hærri en aðrir og hafa þeir hæstu,
‘Hallormur’ og ‘Gmnd’ náð fjómm metmm á tíu ámm. Eftirfarandi sýna bæði góða
lifun og mikinn hæðarvöxt: ‘Hallormur’, ‘Gmnd’, ‘Rein’, 79-11-004, ‘Múli’, ‘Ey’,
79-04-003 og ‘P-8’. Það sem er merkilegt við þetta er að allt em þetta taldir Kenai-
klónar, sem yfírleitt era ekki taldir henta vel nærri strönd á Suðurlandi, en vaxa vel
norðanlands. Skýringin á góðri lifun er líklega sú að haustfrost, einkum í september
1997, grisjaði mjög suðlægu klónana en þeir norðlægari vom líklega búnir að ná nægu
frostþoli fyrir veturinn þegar frostið 1997 skall á. Hinn mikli vöxtur Kenai-klónanna
vekur einnig athygli. Skýringin er trúlega sú að veðurfar í uppsveitum á Suðurlandi
líkist að mörgu leyti veðurfari í norðlenskum innsveitum.
Árið 2003 gerði vorhret í maí eftir mikil hlýindi. Sum tré og mnnar vom laufguð á
þessum tíma á Suður- og Suðvesturlandi, þar á meðal sumir asparklónar. Skemmdir
vora í kjölfarið metnar í Þrándarholti og kom fram greinilegur og marktækur munur á
frostskemmdum á meðal klónanna. Sjö af klónunum sluppu óskemmdir. Það vom
‘Brekkan’, ‘Pinni’, ‘Karl’, 83-14-36 (‘Óðinn’), ‘Jóra’, ‘Súla’ og 83-14-15, en Kenai-
klónamir ‘Múli’ og ‘Ey’ skemmdust mest (Aðalsteinn Sigurgeirsson og Halldór
Sverrisson, 2004). Laust eftir miðjan septembermánuð 2003 gerði mikið norðanbál
með talsverðu frosti. Haustkal (toppkal) var metið í Þrándarholti sumarið eftir. Kom
þá einnig í ljós mikill klónamunur. ‘Haukur’ og 83-14-20 sluppu alveg við kal og
innan við 20% plantna af klónunum ‘Sterling’, A-674, 83-14-15, A-640, ‘Danmörk’,
‘Depli’, ‘Brekkan’, ‘Forki’, 83-14-36, ‘Sæland’ og ‘Karli’ skemmdist. Allar plöntur af
A-415-2, ‘Iðunni’ og ‘Sölku’ skemmdust. Sýnir þetta vel hve hinir annars ágætu
klónar ‘Iðunn’ og ‘Salka’ em viðkvæmir fyrir haustkali. Þekktir klónar þar sem yfir
60% plantna skemmdust vom t.d. ‘Pinni’, ‘Keisari’ og ‘Hallormur’. Kemur nokkuð á
óvart að sá síðastnefndi, sem er Kenai-klónn, skuli vera í þessum hópi.
í Prestbakkakoti hefur vöxtur margra klóna verið feiknamikill. ‘Súla’, ‘Salka’ og
‘Jóra’ tróna þar á toppnum með meðalvöxt um og yfír sex metra, tólf ámm eftir
gróðursetningu. Þess ber að geta að plantað var tveimur til þremur ámm fyrr í þessa
tilraun en gert var í Þrándarholti. ‘Súla’ er einnig með öllu laus við afföll, svo hún
virðist kunna vel við sig í Skaftafellsýslunni. Á toppinn raða sér nokkrir suðlægir
klónar eins og við mátti búast, auk þeirra fyrmefndu em þar ‘Iðunn’ og ‘Böðvína’, en
330