Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 333
gallinn við þær er að lifun er lakari en hjá ‘Súlu’, ‘Sölku’ og ‘Jóru’. ‘Iðunn’ er með
70% lifun en ‘Böðvína’ með 62%. Þessi lifun er þó tvöfalt hærri hjá báðum en fram
kom í Þrándarholti. Kenai-klónamir ‘Hallormur’, ‘Múli’, ‘Gmnd’, ‘Laugarás’ og
‘Rein’ koma vel út í hæð og lifun, meðalhæðin er 5,6 m til 5,8 m, og lifun frá 87 til
97%. Veðurfar virðist að jafnaði vera þeim hagstætt á þessum slóðum og þótt
vorhretin skemmi þessa klóna af og til, virðast þeir fljótir að ná sér. Af öðram klónum
sem standa sig vel í Prestbakkakoti má nefna ‘Pinna’ og ‘Hauk’ með 92% lifun og
góðan hæðarvöxt, en segja má að flestir klónanna standi sig vel á þessum veðursæla
stað.
Þessar niðurstöður staðfesta enn að mjög veralegur munur er á því hvaða asparklónar
henta á mismunandi stöðum á landinu (sbr. Aðalsteinn Sigurgeirsson 2001).
Rannsóknir á vaxtarskilyrðum trjágróðurs á íslandi (Amór Snorrason ofl. 200la;
200lb, Amór Snorrason og Stefán Freyr Einarsson 2001) hafa einnig sýnt að mjög
mikill munur er á vexti og þrifum alaskaaspar eftir landshlutum og innan landshluta.
Þar sem best lætur vex alaskaösp betur en nokkur önnur trjátegund en á stóram
svæðum landsins hefur ræktun þessarar trjátegundar gengið brösuglega.
Bolviðarvöxtur hennar á landinu hefur mælst á bilinu 6 til 20 m3 á ha og ári að
meðaltali við vaxtarlotu, sem samsvarar um 8-23 tonnum af bundnu koldíoxíði.
Bestu ræktunarstaðir eru uppsveitir á Suðurlandi, Fljótdalshérað innanvert og
Eyjafjörður. Veðurfarslega erfiðir ræktunarstaðir eru einkum meðfram strandlengju
úthafs og annesja landsins ásamt kaldari svæðum, eins og norðausturhomi landsins og
Húnaflóasvæðinu (Amór Snorrason, munnleg heimild). Það væri því eflaust hægt að
bæta mjög árangur í ræktun þessarar mikilvægu trjátegundar með því að; (a) ákvarða
hvaða klónar henti best mismunandi svæðum og (b) kynbótum sem miði að því að
bæta aðlögun alaskaspar að erfiðum skilyrðum hér á landi.
Heimildir
Aðalsteinn Sigurgeirsson og Halldór Sverrisson, 2004. Vorhretskemmdir á trjátegundum í flatlendi á
Suðurlandi [veggspjald]. Fræðaþing landbúnaðarins 2004.
Aðalsteinn Sigurgeirsson. 2000. Breytileiki hjá klónum alaskaaspar í næmi gagnvart umhverfi.
Skógræktarritið 2001 (1): 20-27.
Amór Snorrason, Tumi Traustason, Stefán Freyr Einarsson, Fanney Dagmar Baldursdóttir 2001a.
Landsúttekt á skógræktarskilyrðum. Áfangaskýrsla 1997-2001 íyrir Vesturland. Rit Mógilsár
Rannsóknastöðvar Skógræktar nr. 5/2001. 70 s.
Amór Snorrason, Stefán Freyr Einarsson, Tumi Traustason,Fanney Dagmar Baldursdóttir 2001b.
Landsúttekt á skógræktarskilyrðum. Áfangaskýrsla 1997-2001 fyrir Norðurland. Rit Mógilsár
Rannsóknastöðvar Skógræktar nr.6/2001. 71s.
Amór Snorrason og Stefán Freyr Einarsson. Landsúttekt á skógræktarskilyrðum. Áfangaskýrsla 1997-
2001 fyrir Vestfirði. Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar Skógræktar nr. 7/2001. 63s.
Líneik A. Sævarsdóttir og Ulfur Oskarsson. 1990. Ættbók alaskaaspar á íslandi. I: Safnið frá 1963.
Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá. Rit 4(10).
331