Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 334
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Áhrif framræslu á útskolun kolefnis úr mýrarjarðvegi
Hlynur Oskarsson* og Skarphéðinn Halldórsson
*Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti
Inngangur
íslenskur mýrarjarðvegur er að mörgu leyti sérstakur. I hann safnast bæði áfoksmold
og eldíjallaska sem ljá honum ákveðna eiginleika sem gera hann um margt
frábrugðinn öðrum jarðvegi. Til þess að auðvelda nýtingu mýrarjarðvegs hefur víða
verið brugðið á það ráð að þurrka mýrar með framræslu. Nú er svo komið að stór
hluti mýra á láglendi hefur verið ræstur fram (Hlynur Óskarsson 1998a, Þóra Ellen
Þórhallsdóttir et al. 1998). Lengstum var lítið vitað um áhrif þessa á útskolun efna úr
mýrajarðvegi, eða allt þar til árið 2004 að birtar voru niðurstöður rannsókna á
útskolun næringarefna úr mýrartúnum við Hvanneyri (Björn Þorsteinsson et al. 2004).
Sú rannsókn tók til næringarefnanna N,P, K, S, Ca, Mg, og Na, en lítið sem ekkert er
vitað um útskolun kolefnis, hvorki á uppleystu formi né sem hluti lífrænna svifagna.
Rannsóknir í Borgarfirði hafa sýnt að við framræslu eykst niðurbrot lífræns efnis í
mýrarjarðvegi verulega og talsvert magn af kolefni losnar sem CO2 (Hlynur
Óskarsson 1998b). Til að fá heildarmynd af áhrifum framræslu á kolefnisbúskap
mýrarjarðvegs hefur aftur á móti skort gögn um útskolun kolefnis. Vegna þess að
mýrarjarðvegur hér á landi er frábrugðinn mýrarjarðvegi í nágrannalöndunum er erfítt
að heimfæra niðurstöður erlendra rannsókna yfír á aðstæður hér á landi til að bæta upp
skort á innlendum gögnum. Sú rannsókn sem hér er greint frá er viðleitni til að bæta
þar nokkuð úr.
Val á svæðum
Við val á svæðum var tekið mið af því að þau þurftu að vera nokkuð vel afmörkuð og
með einu ákveðnu affalli. Fyrir valinu urðu tvö svæði í Borgarfýrði, nánar til tekið í
landi Hests við mynni Lundareykjadals, Annarsvegar var um að ræða óraskaða
hallamýri (Hestsmýrin), um það bil 34 ha. að flatarmáli sem myndaði einskonar skál
ásamt hæðum og hryggjum í kring sem náði alls yfír 136 ha. svæði. Hinsvegar var um
að ræða 19 ha. skika sem ræstur var fram fyrir tveimur áratugum og er því allþurr.
Afrennsli beggja svæðanna renna í Grímsá.
Sýnataka og efnagreiningar
Sýnataka fór fram sumarið 1999. Alls voru sýni tekin fímm sinnum yfir tímabilið 8.
júlí til 11. ágúst. í hverri sýnatöku var tuttugu lítra vatnssýnum safnað úr affalli
svæðanna. Sýnunum var safnað þar sem nokkuð rennsli var á vatninu og að minnsta
kosti 10 cm frá botninum. Sýnunum var safnað á sýruþvegna brúsa og síðan geymd
við kaldar og myrkvaðar aðstæður þar til unnið var úr þeim. Vatnssýnin voru síuð í
genum treíjaglersfílter sem síaði frá allar agnir sem bárust með vatninu, svo nefndan
svifaur. Eftir síun var filterinn þurrkaður í sólarhring við 65°C og því næst vigtaður.
Þannig fengust tölur yfir það magn svifaurs sem var í hverjum lítra vatns hverju sinni.
Þurr fílterinn var síðan askaður til að meta hlutfall lífræns efnis í svifaumum. Sýni af
332