Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 340
2. mynd. Uppskera við vaxandi áburð á kartöflur. Til vinstri eru tilraunir með blandaðan áburð,
meðaltal 23 tilrauna 1953-61 (60-300 kg N/ha, mt. sýnd) og 3 tilrauna í Þykkvabæ 1988-90.
Til hægri eru niðurstöður einstakra tilrauna með vaxandi N 2003-4. Á 0-reitum var enginn
áburður, hvorki N, K né P. Til vinstri er uppskera án smælkis, til hægri smælki meðtalið.
Á 2. mynd er sýndur ferill uppskerusvörunar við vaxandi N-áburði. Á reiti með 0 kg N/ha var
ekki heldur borið K og P. Verulegur hluti uppskeruauka að 60-70 kg N/ha er því P-svörun, en
ætla má að áhrif þess að sleppa K-áburði í eitt ár séu óveruleg. I tilraunum 1953-61 var P-
áburður við 60N 31,5 kg P/ha og við 70N í Þykkvabæ 1988-90 var hann 39 kg P/ha. Líklegt má
telja að P-áburður umfram þetta hafi stundum gefið uppskeruauka. Tilraunir frá 1965-7 benda
jafnvel til að fremur sé um P-áhrif en N-áhrif að ræða (Bjami Helgason, 1970).
í heild sýna niðurstöður á 2. mynd minnkandi uppskemauka þegar áburður fer yfir 120-140N og
uppskemauki umfram 180N var að meðaltali aðeins 17 kg af kartöflum/kg N. í niðurstöður á 1.
mynd vantar 3 tilraunir ffá 1965-6 með samanburð á 100 og 200 kg N/ha (uppskemauki mest 18
kg/kg N), 1 tilraun í Eyjafirði 1995 og 6 tilraunir á Suðurlandi 2002-3. í þeim gaf N-áburður
lítinn sem engan uppskeraauka. Árið 2002 var hann að meðaltali -34 kg/kg N fyrir aukningu N-
áburðar úr 94 í 123 kg N/ha og 2003 +8 kg/kg N þegar 40 kg N/ha var bætt við gmnnáburð sem
var talinn vera 142-154 kg N/ha. Þar var grunnáburður það mikill að hann dregur úr áhrifúm
áburðar. Að þessum 6 tilraunum slepptum hefur uppskeruaukinn í 21 tilraunum af 57 verið minni
en 20 kg/kg N og í 30 tilraunum minni en 30 kg/kg N. Þetta mætti draga þannig saman að ekki
séu nema liðlega helmings líkur á að áburður umfram 60-80 kg N/ha skili nægilegum árangri til
að réttlætanlegt sé að bera meira á, en lítil viðbót af áburði hefur þó meiri áhrif en 1. mynd sýnir.
Áburður umfram þarfir er óþarfur kostnaður. Meira máli skiptir e.t.v. að hann veldur álagi á
umhverfið. Plöntur hafa þó þann eiginleika að taka upp nitur töluvert umffam það sem nýtist
þeim til vaxtar ef mikið framboð er í jarðvegi. Því er ekki vemleg hætta á að nítrat safnist í
jarðveg þótt áburður fari lítið eitt umfram það sem skilar aukinni uppskem (Friðrik Pálmason,
1991). Ef nítrat er í jarðvegi að hausti er annars vegar hætta á að það berist í gmnnvatn og hins
vegar að afnítmn verði og m.a. myndist hláturgas (N2O) sem er mjög sterk gróðurhúsalofttegund.
í tilraunum á Korpu 1965-6 var uppskera án N 12,2 t/ha þar sem fosfór var einnig borinn á og
uppskemauki fyrir 100 kg N/ha var 5,6 t/ha að meðaltali í tvö ár, og í Þykkvabæ 1965 var
uppskeran 2,6 t/ha án N og 100 kg N bættu 6,1 tonni við (Bjami Helgason, 1970). Em þetta 56-
61 kg af kartöflum á 1 kg N. Það er minna en 2. mynd sýnir, enda voru 0-reitirnir þar líka án P og
K, og hærri gildi sjást einnig á 1. mynd.
Hér hefur eingöngu verið fjallað um áhrif áburðar á uppskem. Gæði uppskemnnar em þó jafnvel
talin skipta meira máli en magn. Reynt var að gera skynmat á kartöflum úr áburðartilraunum
2004. Greinilegasta niðurstaðan var að kartöflumar (Gullauga) vom því dekkri sem N-áburður og
338
J