Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 367
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
SKÓGRÆKT - í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ
Leiðbeiningar um nýræktun skóga
Jón Geir Pétursson*1, Agnes Stefánsdóttir2,Amór Snorrason3, Brynjar Skúlason4, Einar
Gunnarsson1, Einar Þorleifsson5, Hallgrímur Indriðason6, Heiðrún Guðmundsdóttir7,
Sherry Curl8, Sigurður H. Magnússon9, Trausti Baldursson10 og Þuríður Yngvadóttir1
*Verkefnisstjóri,1 Skógræktarfélagi íslands,2Fornleifavernd ríkisins, 3Rannsóknastöð
skógrœktar, Mógilsá, 4Norðurlandsskógum, 5Fuglavernd, 6Skógrœkt ríkisins,
1 Landvernd, ^Héraðsskógar, 9Náttúrufrœðistofnun íslands, wUmhverfisstofnun
Inngangur
Skógar þekja afar lítinn hluta Islands. Mikill áhugi er fyrir því að auka útbreiðslu skóga
og rækta nýja skóga þar sem hentar. Skógrækt er því viðfangsefni þúsunda einstaklinga,
félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana og hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár.
Skógrækt veldur breytingum. Því er afar mikilvægt að hún falli sem best að
heildarsvipmóti lands og eins að hún raski ekki náttúm- eða menningarminjum.
Um þessi mál hefúr verið töluverð umræða í þjóðfélaginu undanfarin ár, þar sem komið
hafa fram áhyggjur af árekstmm skógræktar, náttúruvemdar og fomleifavemdar. Kallað
hefur verið eftir skýmm leiðbeiningum um nýræktun skóga þar sem tekið sé tillit til sem
flestra þátta náttúru- og minjavemdar.
I því ljósi var samþykkt svohljóðandi ályktun á aðalfundi Skógræktarfélags Islands árið
2002: “Aðalfundur Skógræktarfélags Islands, haldinn í Reykholti dagana 17.-18. ágúst
2002, leggur til að stjóm Skógræktarfélags Islands skipi nefnd sem vinni tillögur að
vinnureglum og gátlista fyrir skógræktendur og geri þær aðgengilegar. Vinnureglumar
segi til um markmið skógræktar, hvar og hvemig þeim skuli náð. Gátlisti verði ávallt
hafður til hliðsjónar þegar ný svæði em kortlögð og gert skógræktarskipulag. Lagt er til
að væntanleg drög verði rædd á næsta fulltrúafundi skógræktarfélaganna og lögð fram til
samþykktar á aðalfundi Skógræktarfélags Islands að ári. Leitað verði samstarfs við
hagsmunaaðila í skógrækt og frjáls félagasamtök við þetta verkefni.”
Með tillögunni fylgdi þessi greinargerð: “Síðastliðin ár hefur skógrækt mætt mikilli
velvild almennings og stjómvalda. Fleiri aðilar taka nú þátt í skógræktar- og
landbótarstarfi en nokkru sinni. Skógræktarfélögin hafa lengi gegnt fmmkvöðlahlutverki
á þessu sviði. A sama tíma og skógrækt vex ásmegin, aukast kröfur um innsýn
almennings og stjómvalda í hvaðeina er varðar breytta landnotkun. Skilvirkasta leiðin til
þess að mæta kröfum um lýðræðislega ákvarðanatöku, varðandi skógrækt, er að
framkvæmdaaðilar setji sér vinnureglur sem almenn sátt ríkir um.”
365