Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 379
Möl og sandur voru sú yfirborðsgerð sem hafði langmesta þekju í föstu reitunum, 74,7
±4,5% (meðaltal og staðalskekkja, n=47). Meðalþekja gróins yfirborðs var 20,0 ±4,4%,
þar af þakti mosi 11,7 ±3,5% og háplöntur 5,0 ±1,5%. Marktæk jákvæð fylgni var milli
þekju háplantna og mosa þannig að almennt voru líkur á því að þekja háplantna ykist
með aukinni þekju mosa (rs=0,587, n=47, p<0,001).
2. mynd Samanburður á þekjuflokkum gróðurs á Skeiðarársandi í gróðurkortlagningu eftir SPOT
gervitunglamynd frá árinu 2002 (a) og gróðurgreiningu í föstum rannsóknareitum (b).
Flestir föstu reitanna voru með háa þekju malar og sands með minna en 2 cm þvermáli
(1. tafla) eða 34 af 37 reitum með yfir 80% þekju þessa flokks. Allir gróðurflokkamir
vora með langflesta reiti með innan við 20% þekju, helst vora það mosar sem náðu
meiri þekju í sumum reitum (1. tafla).
l.tafla Tíðnidreifing rannsóknareita eftir þekju yfirborðsgerða.
Þekjubil (%) gróið vfirborð óaróið vfirborð
háplöntur mosar fléttur skán möl lítið grjót stórt grjót
0-20 46 38 47 46 3 45 46
20,1-40 1 1 5 2 1
40,1-60 3 3
60,1-80 1 4 2
80,1-100 1 34
Umræða
Rannsóknimar sýna að hlutar Skeiðarársands era orðnir vel grónir með yfir 50%
gróðurþekju og þar er mosi oftast ríkjandi. Best grónu svæðin eru norðan þjóðvegar 1
og framan við jökulgarða Skeiðarárjökuls en einnig er liggur stór og vel gróin tunga frá
norðaustri til suðvesturs nálægt miðjum sandi (Kofler 2004). Þekja háplantna er innan
við 20% í nær öllum reitum. Mosaþekja sýndi meiri breytileika og þeir reitir sem náðu
yfir 50% gróðurþekju höfðu allir mikinn mosa. Verði sandurinn ekki fyrir alvarlegri
röskun má vænta þess að mun stærri svæði grói upp að sjálfdáðum á næstu áratugum.
Útbreiðsla birkis (Betula pubescens) er nú nokkur á sandinum en það er þéttast á
miðjum sandi (Bryndís Marteinsdóttir 2005). Þó ekki séu til eldri rannsóknir á
gróðurfari á Skeiðarársandi hefur gróður greinilega aukist mikið á svæðinu síðustu
áratugina (Sigurður Bjömsson 2003, Flálfdán Bjömsson pers. upplýs.). Skeiðarárjökull
hefur bæði hörfað og þynnst á sl. 100 árum sem hefur haft veruleg áhrif á stærð og
hegðun jökulhlaupanna en einnig á grannvatnsstöðu á sandinum (Bahr 1997).
Þrátt fyrir mismunandi aðferðir við útreikninga á gróðurþekju á stærðarkvörðunum
tveimur sem rannsóknin náði til era niðurstöðumar afar samhljóma (2. mynd). Þar sem
gróður var ekki metinn í föstu reitunum í þekjuflokkunum þremur sem notaðir voru í
377