Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 386
Aðferðir
Til að prófa hvemig baunagrasi (Lathyrus japonicus), umfeðmingi (Vicia craccd) og
giljaflækju (V. sepium) reiðir af við mismunandi skilyrði á uppgræðslusvæðum vom
gróðursettar 20 plöntur af hverri tegund í fjóra reiti (endurtekningar) á fjórum
mismunandi svæðum í Hekluskógum á Suðurlandi, í samtals 16 reiti, 320 plöntur af
hverri tegund. Svæðin voru valin til þess að sýna eins mikla breidd í
umhverfisskilyrðum eins og hægt væri í lítilli tilraun og em í um 180 - 270 m h.y.s.
Svæðin vom: 1) Auðnir (“Auðn”), 2) vikrar hálfvaxnir mosa og þróttlitlum grösum
(“Mosi”), 3) uppgrædd svæði með blöndu af beringspunti og öðmm grösum
(“Grassáning”) og 4) uppgrædd svæði með melgresi (“Melhólar”).
Plöntur vom ræktaðar upp af fræi snemma vors árið 2003 og gróðursettar í
tilraunasvæðin í júní sama ár. Sama haust var lifun mæld í öllum reitum og mælingin
endurtekin haustin 2004 og 2005. Lengd sprota var mæld á völdum plöntum haustin
2003 og 2004, en vegna mikils vaxtar og flækjueðlis þessara tegunda var ekki reynt að
mæla hæð árið 2005. Blómgun var metin öll árin.
Líklegt er að svepprót hafí jákvæð áhrif á umfeðming, giljaflækju og baunagras og því
var ákveðið að allar gróðursettar plöntur yrðu smitaðar með innrænni svepprót
(AMF). Til að prófa áhrif smitsins sérstaklega var tveimur smitlausum tilraunaliðum
bætt við tilraunina. Svepprótarsmitið var keypt frá PlantWorks í Bretlandi, fyrirtæki
sem sérhæfír sig í framleiðslu svepprótarsmits. I smitinu er blanda af ýmsum sveppum
sem mynda innræna svepprót á rótum margra plöntutegunda og eflir þrótt þeirra.
Smitlausi hluti tilraunarinnar var þó aðeins gerður á auðnum (1) og í grassáningum (3)
og var því fjöldi reita tvöfaldaður á þeim stöðum.
Fervikagreining (Anova, Minitab Inc. 2005) var gerð á gögnunum. Lifunarhlutfalli var
umbreytt með arcsin umbreytingu.
Niðurstöður
Tegundimar tóku almennt vel við sér, þó nokkur afföll hafi orðið á fyrsta ári,
sennilega vegna þurrka. Lifun baunagrass og umfeðmings var minnst á auðnum (1.
mynd), en lifun giljaflækju var minnst í mosa. Reyndar var munurinn aðeins
marktækur miðað við grassáningu. Talsverður breytileiki kom fram í lifun tegundanna
eftir svæðum og skar giljaflækjan sig úr og vom ekki eftir nema um 20% plantna árið
2005 í mosa.
Vöxtur allra tegunda var marktækt betri í grassáningum en auðnum (og giljaflækju í
mosa) (2. mynd). Vöxtur var mjög góður í umfeðmingi og uxu sprotar einstakra
plantna allt að 100 cm á ári, og sprotum fjölgaði milli ára. Vöxtur giljaflækju var
minni og vora fáar plöntur sem virkilega tóku við sér nema þær sem uxu við bestu
skilyrði. Vöxtur baunagrassins var áþekkur giljaflækju ofanjarðar, en greinilegt að
talsverður vöxtur átti sér stað neðanjarðar, því baunagrasið dreifði mjög mikið úr sér
með j arðrenglum.
Einstaka umfeðmingur hóf blómgun á fyrsta ári, en varð þó ekki almenn fyrr en á
öðra ári. Giljaflækja blómgaðist fyrst á öðra ári og baunagrasið ekki fyrr en á því
þriðja. Fræ náði að þroskast í giljaflækju og baunagrasi, en óvíst hvort umfeðmingi
hafí tekist það, enda þroskar hann fræ mjög seint (Jón Guðmundsson 2004).
384