Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 388
Svepprótarsmit hafði ekki afgerandi áhrif á lifun eða vöxt og enginn tölfræðilega
marktækur munur kom fram. Hinsvegar liggja meðaltöl smitaðra plantna hærra en
ósmitaðra - sérstaklega virðist lifun smitaðra plantna vera betri (gögn ekki sýnd). Það
er því ekki óhugsandi að svepprótarsmitið sé til bóta en áhrif þess eigi eftir að koma
skýrar í ljós.
Umræða
Belgjurtimar sem hér vom prófaðar komu allar vel út á svæðum þar sem uppgræðsla
hafði átt sér stað, en vom lélegri á auðnum og mosasvæðum. Auðnimar og
mosavöxnu svæðin em frekar þurr og greinilega ekkert sérstaklega góð svæði fyrir
þessar tegundir og var liíun og vöxtur léleg. Grassáningamar virtust henta
umfeðmingi og giljaflækju vel sem sýndi sig í miklum vexti þeirra.
Vöxtur belgjurtanna var allgóður í melhólum. Við uppsetningu tilraunar virtust
melhólamir allir mjög svipaðir, en í ljós kom að þeir vom það ekki. I melhólum þar
sem enn var sandfok, gekk öllum öðmm gróðri illa, en í melhólum þar sem ekkert
sandfok var lengur, og mosi fannst í sverði, þrifust plöntur af öllum tegundum mjög
vel. Birki sem fylgdi þessari tilraun en fær ekki frekari umfjöllun hér, óx mjög vel í
melhólum þar sem ekki var lengur sandfok.
Tilraunin sýnir að þessar þrjár tegundir innlendra belgjurta þrífast ágætlega þar sem
skjól er til staðar af öðmm gróðri og em því ákjósanlegar til notkunar í landgræðslu
með öðram tegundum. Giljaflækjan átti erfitt uppdráttar nema við mjög góð skilyrði
og ætti því notkun hennar að miðast við það t.d. á láglendi og á skjólgóðum svæðum.
Baunagrasið og umfeðmingurinn vom öflugri á erfiðari svæðunum og lifun jafnari.
Til að nýting þessara tegunda verði skilvirk, liggur fyrir að gera sáningartilraunir á
uppgræðslusvæðum (sáðblöndur með grasi), mæla niturbindingu og framleiðni og
rannsaka hlutverk þessara tegunda í gróðurframvindu.
Eina fyrirstaðan í nýtingu þessara tegunda á stærri skala, er fræframboð. Olíklegt er að
fræsöfnun af baunagrasi verði vélvædd, en vélsöfnun á fræi af umfeðmingi og
giljaflækju er vel framkvæmanleg (Jón Guðmundsson 2004). Fræakrar þessara
tegunda í Gunnarsholti hafa verið stækkaðir, þannig að innan fárra ára ætti
fræframboð að aukast vemlega.
Heimildir
Ása L. Aradóttir 2000. Birki og lúpína - samkeppni eða samvinna. Skógræktarritið 2000:49-57.
Berglind Orradóttir, Áslaug Helgadóttir & Jón Guðmundsson, 2000. Val á innlendum og erlendum
belgjurtategundum til landgræðslu. Búvísindi 13:27-41.
Boemer, E. J. R. 1992. Plant life span and response to inoculation with vesicular-arbuscular
mycorrhizal fungi. I Annual versus perennial grasses. Mycorrhiza, 1, 153-161.
Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjami Diðrik Sigurðsson (2001). Gróðurframvinda í
lúpínubreiðum. Fjölrit RALA nr. 207, 100 bls.
Magnús H. Jóhannsson og Ása L. Aradóttir 2004. Innlendar tegundir til landgræðslu og landbóta.
Frœðaþing landbúnaðarins 2004:103-107.
Jón Guðmundsson 1997. Innlendar belgjurtir - fræræktarmöguleikar. Búvísindi 1997:41-48.
Jón Guðmundsson 2004. Innlendar belgjurtir, valkostur í landgræðslu. Frœðaþing landbúnaðarins
2004:108-115.
Minitab Inc. 2005. Minitab statistical software ver. 12
386
J