Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 396
Fyrir utan lestur skráðra heimilda var víða leitað fanga til þess að afla upplýsinga um
framleiðsluaðferðir, neyslu og samsetningu þjóðlegra íslenskra matvæla. Haft var
samband við matvælaframleiðendur vítt og breitt um landið og fengust hjá þeim
mikilvægar upplýsingar um framleiðsluaðferðir og framleiðslumagn. I riti Hallgerðar
Gísladóttur (1999) voru mikilvægar upplýsingar um þjóðleg matvæli frá íslenskum
landbúnaði. Lýðheilsustöð lét í té upplýsingar um neyslutölur og upplýsingar um
næringarinnihald fengust úr gagnagrunni um efnainnihald matvæla (ISGEM).
Við skilgreiningu og val á íslenskum þjóðlegum matvælum var tekið mið af
matarhefð bændasamfélags 19. aldar. Sú matarhefð hefur að mörgu leyti sérstöðu. A
íslandi var lítið um kom og grænmeti og því eru þjóðleg íslensk matvælin fyrst og
fremst dýraafurðir, mjólkurmatur, kjöt- og fiskmeti. Einnig vom íslenskar
framleiðslu- og geymsluaðferðir mótaðar af saltleysi og kom súrsun, þurrkun og
kæsing í stað saltsins. Súrsun í mysu og kæsing em mjög sérstakar framleiðslu- og
geymsluaðferðir og e.t.v. einstakar í okkar heimshluta.
Við forval á íslenskum þjóðlegum matvömm hefúr verið lögð áhersla á að sýna
breiddina í íslenskri matarhefð með því að velja matvömr úr ólíkum afurðaflokkum
og vömr framleiddar með mismunandi aðferðum. Valið verður úr eftirtöldum afurðum
til frekari rannsókna og mælinga: Skyr, súrsaður blóðmör, harðfiskur, hangikjöt,
kæstur hákarl og kæst skata.
Lífvirk efni
í EumFIR verkefninu er unnið með gögn um lífvirk efni (bioactive compounds,
phytochemicals) í plöntum en engar mælingar em gerðar á þeim. Gögnin em metin
með tilliti til gæða og skráð í sérstakan gagnagmnn. Svokallaður BASIS
gagnagmnnur er hagnýttur en hann var þróaður í samnefndu evrópuverkefni fyrir
óæskileg virk efni í plöntum.
Lífvirk efni em fjölbreyttur flokkur efna sem em ekki flokkuð sem næringarefni en
stöðugt bætast við niðurstöður sem sýna að þessi efni geta stuðlað að góðri heilsu.
Lífvirk efni ásamt næringarefnum úr plöntum geta hægt á öldrunarferlinu og dregið úr
líkum á alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameinum og hjartasjúkdómum. Helstu
flokkar lífvirkra efna em karótíníðar, flavanóíðar, fenolsýmr, plöntusterólar, ísóflavón
og lignan.
Meginhluti vinnunnar er samræmt mat á birtum vísindagreinum um lífvirk efni
samkvæmt ströngu gæðakerfi. EuroFIR-BASIS gagnagrunnurinn verður fyrsti
gagnagmnnurinn í Evrópu með upplýsingum fyrir helstu flokka lífvirkra efna í
plöntum ásamt upplýsingum um áhrif þeirra í líkamanum. Gagnagmnnurinn verður
aðgengilegur á Netinu og verður þar bæði hægt að leita að upplýsingum eftir efnum
og plöntum til manneldis. Stöðluð framsetning með myndum og byggingarformúlum
auðveldar notkun gmnnsins. Grannurinn gerir útreikninga á neyslu fólks á lífvirkum
efnum mögulega. Sérstakur listi yfír plöntur og plöntuhluta á 15 tungumálum verður
gerður aðgengilegur.
Heimildir
Hallgerður Gísladóttir, 1999. íslensk matarhefð. Reykjavík, Mál og menning, 1999.
Ireland, J., A. Moller, 2000. Review of intemational food classification and description. Journal of
FoodDescription andAnalysis. 13: 529-538.
394