Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 403
Lífmassi
Lífverur svo sem smádýr, bakteríur og sveppir brjóta niður lífrænar leifar á yfirborði og í
yfirborðslögum jarðvegsins og skila næringarefnum aftur á nýtanlegu formi fyrir plöntur.
Lífmassi er mælikvarði á þessa virkni lífVeranna.
Lífmassi var mældur með klóroform brælingu (Cloroform Fumigation Method) (Vance
o.fl. 1987). Aðferðin byggir á að bræla jarðveg með klóróformi sem sýður við
loftæmingu í aski (desiccator). Við það losnar ammóníum sem flæðir úr dauðum
örverufrumum. Mismunur á ammóníum í jarðvegi sem hefúr verið brældur og ekki
brældur gefa síðan mælikvarða á heildarmagn lífmassa örvera í jarðvegi.
Niðurstöður
Sem áður sagði er verkefnið á byrjunarstigum, en nokkrar niðurstöður liggja þó fyrir nú
þegar og má nefna:
1) N útskolun reyndist vera mest í öllum meðferðum í byrjun sýnatöku í lok maí (sjá
veggspjald).
2) Eins og sjá má í 1. töflu var mesta N útskolun (N03'-N + NH4+-N) sumarið 2005 í
c reitum (áburðargjöf, plægt, bygg) en þar var meðal N útskolun 12,7 kg/ha. N
útskolun reyndist vera minnst í a reitum (áburðargjöf, slegið árlega, grös) eða að
meðaltali 3,66 kg/ha. Töluverð meiri útskolun var frá samanburðarreitum sem
reyndist vera 8,89 kg/ha.
3) N losun reyndist einnig vera mest í c reitum, að meðaltali 288 kg/ha, en næst mest
í a reitum þar sem 53,9 kg/ha losnuðu að meðaltali. Minnsta losun greindist í /
eða 27,4 kg/ha (1. mynd).
4) Ekki virðist vera samband milli lífmassa og N útskolunar og losunar, þ.e.a.s. að
hvorki N losun né útskolun jókst eftir því sem mældur lífmassi í jarðvegi var
hærri (tafla 1). Frekari gagna þarf þó og ítarlegri tölfræðilega úrvinnslu þarf til
þess að kanna gildi þessarar tilgátu.
1. tafla. Meðaltöl úr mælingum á tilraunareitum LBHÍ á Korpu, Reykjavík. Meðferðir:
a=áburðargjöf, slegið árlega, tún (4 reitir), c= áburðargjöf, plægt, bygg (4 reitir), nefndir
c reitir, f= samanburðarreitir án áburðargjafar og ræktunar (3 reitir). Tvö sýni voru tekin
úr hverjum tilraunareit.
Með- ferð pH H20 Jónrýmd meq/100g Heildar C % Heildar N % C/N Áborið N kg/ha N útskolun kg/ha$ N útskolun kg/ha/daq$ N losun kg/ha Heildar lífmassi KEC mg/kg
a 5,52 26 8,14 0,7 11,5 120 3,66 0,02 53,9 2018
c 5,63 33 8,32 0,73 11,5 120 12,7 0,08 288 1418
f 5,16 38 7,66 0,65 11,6 0 8,89 0,04 27,4 1570
‘NiNOa+NHf
401