Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 414
skógarkerfli er tiltölulega viðkvæmur fyrir innrás framandi tegunda (Pysek og Pysek
1995, Godefroid og Koedam 2003). Því er hugsanlegt að kerfílsbreiður séu ákjósanleg
landnámssvæði fyrir aðrar ágengar framandi tegundir, einkanlega þær sem eru
hávaxnar og næringarkærar.
Hefting útbreiðslu og eyðing
Erfitt er að stemma stigu við útbreiðslu kerfilsins eftir að hann er á annað borð
kominn í land. Því er mikilvægt að hindra að hann berist inn á ný svæði, t.d. með því
að tína upp plöntur eða slá þær svo að þær nái ekki að sá sér út. Ef fræmyndun er
byrjuð má brenna plöntumar eða eyða fræi með öðram hætti. Þessum aðferðum
verður þó varla beitt nema þar sem landnám er á byrjunarstigi.
í Evrópu hefur lengi verið þekkt að halda má skógarkerfli í skeljum með slætti (sjá
Darbyshire o.fl. 1999). Rannsóknir sýna þó að áhrif sláttar eru afar misjöfn. Sums
staðar dregur sláttur verulega úr vexti kerfilsins (Grime o.fl. 1988, Parr og Way 1988,
van Mierlo og van Groenendael 1991) en dæmi er um að hann færist í aukana við slátt
(Hansson 1994).
Sláttutími og hversu oft er slegið ræður miklu um árangurinn (Hansson 1994,
Darbyshire o.fl. 1999). Sé slegið snemma, einkum á frjósömu landi, getur kerflinum
fjölgað því að þá eykst myndun hliðarplanta af brumum efst á rót og fleiri fræplöntur
komast á legg (Hansson 1994). Ef slegið er oftar (þrisvar til fjórum sinnum á sumri)
dregur úr mætti kerfdsins að minnsta kosti tímabundið (Parr og Way 1988, Hansson
og Persson 1994, Darbyshire o.fl. 1999). Samkeppnisstaða tegundarinnar er háð
næringarástandi jarðvegs og því ætti að forðast alla áburðargjöf vilji menn losna við
kerfilinn.
Þar sem skógarkerfill er nokkuð eftirsóttur af nautgripum, sérstaklega á fyrstu stigum
ævinnar (sjá Hansson og Persson 1994) og þolir traðk fremur illa (Grime o.fl. 1988)
má halda honum í skeljum með beit nautgripa. Ahrif sauðfjárbeitar eru hinsvegar ekki
ljós. Tilraun með beit sauðfjár á skógarkerfil í graslendi í Norður-Finnlandi hafði t.d.
lítil áhrif (Hellström o.fl. 2003). Hér á landi virðist skógarkerfill ekki komast upp í
landi þar sem sauðfé gengur til beitar sem bendir til þess að sauðfé geti haldið honum
í skefjum.
í Evrópu og Norður-Ameríku hefur verið reynt að stemma stigu við útbreiðslu
skógarkerfils með vamarefnum. Þótt niðurstöður séu nokkuð mismunandi virðist
kerfillinn þola allmargar gerðir efna (Darbishire o.fl. 1999). Góður árangur hefur þó
náðst t.d. með dichloroprop, sé það notað snemma á blómgunartíma, og chlorfurecol-
methyl ásamt maelic hydrazide sem dreift er að vorinu. Einnig hefur picloram og 2,4-
DP reynst nokkuð vel (sjá Darbyshire o.fl. 1999). Auk þess hefur allgóður árangur
náðst með dicamba (3,6-dichloro-2-methoxybenzoic acid) ef það er notað þegar
plöntur eru í vexti (sjá: http://pss.uvm.edu/vtcrops/articles/WildChervil.pdf;
http://www.english-nature.org.uk/pubs/Handbooks/images/low07.pdf).
Islensk reynsla
Hér á landi eru samfélög skógarkerfils það ung að framvinda þeirra er ekki þekkt, en
líklegt er að tegundum fækki verulega á flestum þeim stöðum þar sem hann nær að
mynda samfelldar breiður. Ágengni þessarar plöntutegundar sést meðal annars á því
að á Mógilsá hefur hann farið upp eftir hlíðum Esju í kjölfar lúpínu og eytt henni þar á
stórum svæðum (1. mynd). Flákar sem lúpínublómin skreyttu áður með bláum lit eru
nú hvít þegar skógarkerfillinn blómstrar. Skógarkerfillinn hefur enn fremur náð sér á
412